Á skjálftavaktinni
Jæja, nú er kallinn á skjálftavaktinni. Afskaplega róleg vika hingað til þ.a. kannski næ ég að koma einhverju öðru í verk í vinnunni, enda er "gera listinn" orðinn ansi langur...
Við familían fórum norður á Agureyri um síðustu helgi og var það ákaflega ánægjulegt. Hlýtt og gott veður og ég náði meira að segja að lesa tvo kafla í bókinni sem ég er að lesa! Sundlaugin á Agureyri er mjög barnvæn og við fórum í sund báða dagana. Hrafnkell er alger vatnakall og fleygir sér áfram í vatnið og buslast og hálfkaffærist og skríkir.... alger gaur. Samt er líka svo rosalega varkár. Það er lítil barnarennibreut í buslipollinum í sundlauginni. Hrafnkell klifraði sjálfur upp stigann og var svo heillengi að manúvera sig til að fara afturábak á maganum niður rennibrautina, sennilega af því að þannig kemst hann niður úr rúminu, niður stiga, niður af borði o.s.frv!
Helgin var fullnýtt fyrir norðan því að við borðuðum kvöldmat á sunnudaginn með Mayu og Travis (við gistum hjá þeim) og klæddum svo krakkana í náttföt, tannburstuðum þá og skelltum í náttföt. Svo brunuðum við í bæinn með einu 2 mín pissustoppi í kjarrinu í Borgarfirði!
Jæja, yfir og út.
i-rod
Við familían fórum norður á Agureyri um síðustu helgi og var það ákaflega ánægjulegt. Hlýtt og gott veður og ég náði meira að segja að lesa tvo kafla í bókinni sem ég er að lesa! Sundlaugin á Agureyri er mjög barnvæn og við fórum í sund báða dagana. Hrafnkell er alger vatnakall og fleygir sér áfram í vatnið og buslast og hálfkaffærist og skríkir.... alger gaur. Samt er líka svo rosalega varkár. Það er lítil barnarennibreut í buslipollinum í sundlauginni. Hrafnkell klifraði sjálfur upp stigann og var svo heillengi að manúvera sig til að fara afturábak á maganum niður rennibrautina, sennilega af því að þannig kemst hann niður úr rúminu, niður stiga, niður af borði o.s.frv!
Helgin var fullnýtt fyrir norðan því að við borðuðum kvöldmat á sunnudaginn með Mayu og Travis (við gistum hjá þeim) og klæddum svo krakkana í náttföt, tannburstuðum þá og skelltum í náttföt. Svo brunuðum við í bæinn með einu 2 mín pissustoppi í kjarrinu í Borgarfirði!
Jæja, yfir og út.
i-rod
0 Comments:
Post a Comment
<< Home