dorimori

Friday, April 21, 2006

Sumardagurinn annar

Þetta er meira sumarveðrið - SA ófáir metrar og rigning. Nennti ómögulega að hjóla í morgun, enda bara 2ja tíma vinnulota fyrir hádegi (Íris fór að kenna upp úr kl. 11). Ég næ nú samt vonandi góðri skorpu á eftir. Ég las einmitt skemmtilegan fróðleiksmola um brauð í Blaðinu um daginn: "skorpa er karamella". Já, þannig er það bara! Þegar sykrurnar í brauðdeiginu hitna nóg eða brúnast, þá verður til skorpan - myndast eins og karamella og er líka úr sykrum. Talandi um sykur, ég þori varla að taka meira af páskaegginu hjá Þuríði Ernu...

Ósköp venjulegt kvöld í gær: Kvöldmatur, krökkum komið í bað og ból, tiltekt, sjónvarp og svo meira sjónvarp. Æ hvað maður dettur alltaf í þessar aðþrengdu eiginkonur. Ég nenni þessu ekki lengur. Bókaútgefendur: Auglýsið nú undir þemanu "Hættu að glápa, farðu að lesa", "ertu búin(n) að horfa nóg á sjónvarp í kvöld"? Það myndi allavegana virka á mig.

Við erum eiginlega hætt við að fara norður um helgina, en þar ætluðum við að vera í aukapáskafríi því að ég var að vinna alla páskana. Við verðum víst bæði að vinna. vinna. vinna. Bara ef maður næði nú að koma einhverju í verk í vinnunni þá yrði maður allavegana sáttur....

Kannski maður ætti bara að ráða sig hjá Gæslunni???

-yfir og út

yfir og út

0 Comments:

Post a Comment

<< Home