Sumardagurinn fyrsti
Jæja, nú er kominn sumardagurinn fyrsti. Ég er búinn með páskaeggið mitt og byrjaður á egginu hennar Þuríðar Ernu. Annars voru þetta alveg ágætir páskar. Maður nær ekki í skrúðgöngu frekar en í fyrra, því að ÞEHH er steinsofandi á skrúðgöngutímanum. Dásamlegt veður, allavegana er ég að stikna hérna inni. Gússmanó (Hrafnkell) hamast á sópinum og ryksugunni - mér sýnist hann alveg húkkd. Gússmanninn er líka farinn að skilja svolítið - eins og nafnið sitt, nei!, nei nei!, nei nei nei!, ó ó, láttu kjurt kallinn o.s.frv.
Mmmmm mig langar í nammi...
Mmmmm mig langar í nammi...
0 Comments:
Post a Comment
<< Home