dorimori

Friday, May 05, 2006

Hjóla hjóla svitakast

Úff, feginn að vera einn á skrifstofu í hjólavikunni ægilegu, enda kem ég hérna kófsveittur á hverjum morgni. Það er ekkert rosalega þægilegt að hjóla í goretex jakkanum.... sá samt áðan á stígnum gaur sem var í regnstakk og regnbuxum. Þar sem engin rigning var í morgun þá hlýtur þessum gaur að þykja rosalega gott að soðna. Eða kannski svitnar hann aldrei. Eða kannski er hann með tálkn...

Meira af íþróttaafrekum (nú er búið að segja bumbunni stríð á hendur): Fór á línuskauta í annað sinn á ævinni um daginn niðri á Ægissíðu. Sem betur fer fór ég seint að kvöldi því ég er ekkert rosalega góður á skautunum. Svo var minn kominn á þokkalegt rennsli á heimleiðinni og missi einhvernveginn vinstri fótinn út undan mér og skall á rassa-bakið og hjálminn með dynki og látum. Já, svo miklum látum að ég var hás í hálftíma á eftir! Oarg, mikið væri ég til í að hafa séð þetta!

Svo er Þuríður Erna komin með hjól...

Fór í bíó í fyrradag með bíóhommunum (Kiddi, Görn og Hlynur). Sáum "The hills have eyes". Jamm, svolítil vonbrigði, en það var kannski bara af því að ég vissi ekkert hvaða mynd ég var að fara á. Myndin er alger formúlumynd byggð á gamalli mynd eftir Wes Craven og því kannski ekki úr miklu að moða til að byrja með. Myndin minnti samt stundum á hina sígildu Bad taste, það vantaði bara aðeins meiri aulafrasa í hana - t.d. "I want my glasses back". Æ - jæja. Hommarnir kíktu svo á kaffi París, sem var bara ágætt.
Annars var þetta dagur hinna mörgu hittinga því í Bónus hitti ég Gísla sem var í eðlisfræði á sama tíma og ég. Í Ikea hitti ég Ingu Dís og Mæju sem voru með mér í bekk í grunnskóla. Í sundi fyrir bíó hitti ég Sigga Frænda og Einar Sonic og svo Þórdísi vinkonu Gerðu systur þegar ég var á leiðinni út úr sundi. Jamm. Ég hef engan hitt í dag nema kaffivélina, hún er hreistruð með tálkn.

Yfir og út,
Roger

1 Comments:

  • At Mon May 08, 04:46:00 PM GMT, Blogger Skringsli said…

    Dorimori! Þessi maður sem þú mættir á hjólhestinum var greinilega með hembláma, vona að hann hafi ekki smitað þig.

    Gaman að sjá bloggið þitt.

    Knús,

    Skringsli aka Gerða systir

     

Post a Comment

<< Home