Hjólerí og súkkulaðifíkn
Jæja, þá er enn einum 2ja tíma vinnudeginum lokið... Hrafnkell er sofandi og ég hamast í þvottinum og reyni að koma eldhúsinu í skikkanlegt lag. Við Ía fórum í ágætis hjólatúr á laugardaginn síðasta. Kl. 9 um morguninn ákváðum við sumsé að fara í hjólatúr. Þá þurfti að taka alla til fyrir daginn, græja krakkana og taka með sér hjólaföt og svo spariföt fyrir þrítugsafmæliskokkteil sem var seinna um daginn. Já og svo skella í vélina og reyna að hreinsa upp eftir Hrafnkel. Þetta tók tæpa 2 tíma með því að binda hjólin á bílinn. Er það góður eða slæmur tími??? Maður er alltaf eins og jólatré í búferlaflutningum þegar maður fer á milli húsa, með 32 töskur hangandi í allar áttir... sígaunapabbi! Eftir snemmfundinn hádegismat hjá Ernu og Helga í Hafnafirðinum þávorum við loksins komin af stað klukkan 12. Hjóluðum ágætis hring í kringum golfvöllinn, í átt að álverinu, í kringum Vallahverfið og upp Áslandið. Það eru fínir stígar í Hfj., en oft bregður við að þeir enda bara einn tveir og tíu á asnalegustu stöðum! Jæja, Lúlli hlýtur að kippa þessu í liðinn á næsta kjörtímabili.
Sluppum að mestu við éljaganginn sem var allt í kring.
Jamm, kannski fer ég bara út að hjóla með Rabbanakel á eftir... það er nefnilega bumbuátak í gangi. Íris sagði "súkkulaðibindindi" um daginn og mér leið strax eins og þegar ég var að hætta að reykja, klórandi fíkn í eitthvað sem ég var ekki einusinni búinn að missa. Var að sporðrenna einum bita af hvítu tobbleróni áðan eftir hádegismatinn. Er það nokkuð súkkulaði? Eru Capri sígarettur í alvörunni? Stundum sakna ég þess rosalega að reykja og fer ósjálfrátt að plana næsta svindl! Útlönd, landsbyggðin, bjór... endalausir möguleikar! Jæja, ég hef samt ekkert svindlað síðan í afmælinu hjá Gunna í febrúar.
yfir og út
-dorimori
Sluppum að mestu við éljaganginn sem var allt í kring.
Jamm, kannski fer ég bara út að hjóla með Rabbanakel á eftir... það er nefnilega bumbuátak í gangi. Íris sagði "súkkulaðibindindi" um daginn og mér leið strax eins og þegar ég var að hætta að reykja, klórandi fíkn í eitthvað sem ég var ekki einusinni búinn að missa. Var að sporðrenna einum bita af hvítu tobbleróni áðan eftir hádegismatinn. Er það nokkuð súkkulaði? Eru Capri sígarettur í alvörunni? Stundum sakna ég þess rosalega að reykja og fer ósjálfrátt að plana næsta svindl! Útlönd, landsbyggðin, bjór... endalausir möguleikar! Jæja, ég hef samt ekkert svindlað síðan í afmælinu hjá Gunna í febrúar.
yfir og út
-dorimori
0 Comments:
Post a Comment
<< Home