Á Hekluslóðum
Var í síðustu og þarsíðustu viku að þvælast í kringum Heklu kerlingu með nafna mínum Ólafssyni að GPS netmæla og finna staði fyrir fastar GPS stöðvar. Gistum í Gunnarsholti og fengum þaðan vænan nestispakka á hverjum degi, m.a. 1 lítra af kaffi. Á mann. Það var ekki slæmt. Enn er allt á kafi í snjó þegar komið er inn fyrir Mosfell við Vatnafjöll og nýsnævi var í massavís í Breiðaskarði. Andskotinn að hafa sleppt skíðadraslinu... Hinum megin við Heklu var snjólaust. Vorum nokkuð heppnir með veður, bjart en kalt (um frostmark) og andskoti hvasst suma dagana. Jamm, alltaf gaman að þvælast með nafna, það kemur ákveðinn heilagleiki yfir mann....
Við settum upp 4 undirstöður fyrir nýjar samfelldar stöðvar og mældum á þeim í nokkra daga. Þar með má segja að GPS-öndvegisverkefnið sé formlega byrjað (ég skrifaði reyndar undir samninginn í morgun). Í framhaldi af því þá má segja að búið er að ráða nýjan tæknimann (ástralskan norsara) sem kemur til með að vinna við hliðina á mér í þessu GPS brölti.
Við settum upp 4 undirstöður fyrir nýjar samfelldar stöðvar og mældum á þeim í nokkra daga. Þar með má segja að GPS-öndvegisverkefnið sé formlega byrjað (ég skrifaði reyndar undir samninginn í morgun). Í framhaldi af því þá má segja að búið er að ráða nýjan tæknimann (ástralskan norsara) sem kemur til með að vinna við hliðina á mér í þessu GPS brölti.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home