Vinnufeðgarnir
Jæja, núna erum við feðgarnir saman í vinnunni. Íris er lasin heima og Gússóman hefur komið með mér í vinnuna síðustu 2 daga. Maður nær svona nokkrum tímum á dag.... Annars er þessi drengur rosa góður, sefur frá 10 til 12:30 og getur svo dundað sér við að rústa (já, RÚSTA!) skrifstofunni í 1 til 2 tíma eftir mat. Gaman, bara verst að ég kem ekki silverkrossinum á hjólið - heh, hann kemst varla í bílinn! Meira monsterið þessi barnavagn...
Annars fórum við Íris með Veðurstofunni upp á Botnssúlur í hitabylgju á sunnudaginn síðasta. Sennilega með skemmtilegri göngutúrum sem ég hef farið í. Fórum frá Svartagili upp á Syðstusúlu að austan og renndum okkur svo niður í Bratta. Gengum út Súlnadalinn og aftur niður í bíl S við súlurnar. Þetta tók alveg átta tíma með stoppum og skoðeríi. Snjór meira og minna ofan 500 m. Verst að sólarvörnin varð eftir niðri í bíl... ojæja, maður grillaðist bara þá með grillketinu sem var með í nesti. Jobbi var helvíti góður á leiðinni niður í Bratta - við Ía vorum stopp í miðri brekku þegar Jobbi kútveltist niður snjóinn við hliðina á okkur og brunar svo áfram á rassinum. "Var hann nokkuð með gleraugun?" segi ég við Íu. Hún sér þá gleraugun í snjónum og ég renni mér með þau til hans - "Nú, var ég búinn að týna þessum?" sagði karlinn þá! Jamm, það er gaman að renna sér.
Helv.... nú er Hrafnkellinn orðinn heldur skæður í fjöltengið. Talandi um einbeittan brotavilja!
-yfir og út
ps.
Næ loksins að koma greininni minni inn á eftir, svei mér þá ef það kallar ekki á allavegana einn öllara! A.m.k. einn thule úr bónuzzi.
-yfir og út, og ef flugvöllurinn verður færður þá tek ég keisið - arrrrrrrrrrrrrrrrr
Annars fórum við Íris með Veðurstofunni upp á Botnssúlur í hitabylgju á sunnudaginn síðasta. Sennilega með skemmtilegri göngutúrum sem ég hef farið í. Fórum frá Svartagili upp á Syðstusúlu að austan og renndum okkur svo niður í Bratta. Gengum út Súlnadalinn og aftur niður í bíl S við súlurnar. Þetta tók alveg átta tíma með stoppum og skoðeríi. Snjór meira og minna ofan 500 m. Verst að sólarvörnin varð eftir niðri í bíl... ojæja, maður grillaðist bara þá með grillketinu sem var með í nesti. Jobbi var helvíti góður á leiðinni niður í Bratta - við Ía vorum stopp í miðri brekku þegar Jobbi kútveltist niður snjóinn við hliðina á okkur og brunar svo áfram á rassinum. "Var hann nokkuð með gleraugun?" segi ég við Íu. Hún sér þá gleraugun í snjónum og ég renni mér með þau til hans - "Nú, var ég búinn að týna þessum?" sagði karlinn þá! Jamm, það er gaman að renna sér.
Helv.... nú er Hrafnkellinn orðinn heldur skæður í fjöltengið. Talandi um einbeittan brotavilja!
-yfir og út
ps.
Næ loksins að koma greininni minni inn á eftir, svei mér þá ef það kallar ekki á allavegana einn öllara! A.m.k. einn thule úr bónuzzi.
-yfir og út, og ef flugvöllurinn verður færður þá tek ég keisið - arrrrrrrrrrrrrrrrr
0 Comments:
Post a Comment
<< Home