dorimori

Wednesday, May 31, 2006

Næstu dagar...

Jamm, nóg að gera þessa dagana. Ég er að ná fyrstu fullu (9-5) dögunum á skrifstofunni í langan tíma og það er ágætt. Íris er farin að kenna LOLlið í kvöldskóla í FB og það er soldil vinna. Ég er núna að klára að prufa gagnaflutning GPS-skjálfta-og hallamæligagna frá Grímsfjalli neð Jobba, en það á loksins að klára það dæmi í næstu viku. Um helgina ætlum við skötuhjúin svo að reyna að tölta á Öræfajökul með Veðurstofunni. Jæja, yfir og út!
-regor

0 Comments:

Post a Comment

<< Home