dorimori

Tuesday, October 23, 2007

sígur á seinni hlutann

Jæja, það er fariðað síga á seinni hlutann á þessu fæðingarorlofi, ég byrja að vinna upp úr mánaðarmótum. Lillan fitnar með hverjum degi og mældist tæp 5 kíló hjá hjúkkunni í gær. Fyrr í kvöld fór ég með krakkana til tengdó í bað og þar mældist Hrafnkell 14 kíló og Þuríður heil 20 kíló! Samt er alltaf tómur slagur við að fá þessa krakkaorma til að borða, nema í þau örfáu skipti sem ég elda bjúgu með uppstúf. He he, mig langaði einmitt til að segja frá skemmtilegum pastarétt með afgögnum af bjúgum - saxa restina bara beint í uppstúfinn og svo sturta svolitlu óreganó og basilikum út á! Íslenskt - ítalskt samvinnueldhús.... spurning með að bæta hnetum við til að toppa ruglið?

Á myndinni erum við familían í Hreiðrinu á Landsspítalanum daginn eftir nýburunina.

Jám, um næstu helgi ætlar Eysó systir að skíra stelpuna sína. Gerða kemur á föstudag og þá á Íris líka afmæli.

Þetta er nú meira kettlingaveðrið... ætli ég skelli mér ekki bara í pottinn á eftir (ef það er undir 25 m/s á Reykjanesbraut)... Í gærdag fauk grillið yfir endilangan sólpallinn en merkilegt nokk þá stóð það enn á löppunum! Merkilegur andskoti, það var eins og einhver hefði bara trillað því á nýjan stað...

Baðherbergið mjakast áfram, ég er búinn að flota gólfið og er hálfnaður við að gifsa... Hvert er málið með frasann "hálfnað er verk þá hafið er"? Meiri þvælan, fer í ruslið með undantekningunni sem sannar regluna..... NEMA kannski ef "undantekning" merkir í raun gelding og "sannar" er raun gamli góði San Nar og þá var San Nar geldur af lögreglunni... Æ nei, hjálpi mér frá sjálfum mér, í ruslið með þetta allt!

yfir og úr
-rogerrr

0 Comments:

Post a Comment

<< Home