dorimori

Wednesday, October 10, 2007

ný skvísa!



Aðfaranótt laugardagsins 29.september (kl. 04:08) fæddi konan mín alhrausta skvísu sem vóg 4340 grömm (17 merkur) og var 53 cm að lengd. Fyrsta fæðingin fyrir 4 árum tók 3 daga, sú fyrir 2 árum tók 1 dag og núna voru þetta 8 tímar og allt gekk vel. Talnaglöggir sjá að næsta fæðing (eftir 2 ár) mun taka 2 tíma og 40 mínútur... en nei nei ég held að þetta sé komið gott. Á myndinni er kerlingin rétt um korters gömul!

Við erum á fullu að koma okkur fyrir á Vesturholtinu og stundum finnst mér þetta vera meira vera flutninga- og framkvæmdaorlof heldur en fæðingarorlof.... En það er nú bara svona. Allt baðherbergið fór út. Já, ALLT. Gipsveggirnir fóru með flísunum, eins voru gólfplöturnar lélegar og nú vill Bjarni smiður líka endurnýja hluta af vegggrindunum, en í gær kláraði Bjarni að ganga frá gólfinu. Jæja, þetta mjakast....

3 Comments:

Post a Comment

<< Home