Report!
Jæja, 2 mánuðir frá síðustu skrifum - kominn tími á öppdeit. Í stuttu máli: allt með kyrrum kjörum. Janúar var ágætur og febrúar líka. Tengdó eru á Kanarí í 2 mánuði þ.a. ég hef mikið verið heima með krökkunum sem hafa verið mikið lasnir. Eina vikuna mætti ég bara í 6 tíma: 4 á fimmtudegi og 2 á föstudegi. Já, það verður svona hálflítið úr afköstum í vinnunni en svona er það bara. Krakkarnir eru núna ansi hressir. Þuríður Erna er með Ronju-æði og ég verð að segja alltaf nokkrar nýjar Ronju sögur á hverjum degi... maður fer alveg að verða þurrausinn! "Einu sinni var Ronja í kastalanum að sópa þegar hún missti óvart sópinn lengst niður í Helvítisgjána og bla bla bla...". Ojæja, þetta er nú nokkuð gaman. Ég var hvort eð er búinn að segja ansi margar Skrekk, Línu og Hiisi bullsögur.
Ég var á skjálftavaktinni um daginn og var heppinn með eindemum hvað vikan var þægileg. Bara rúmlega 140 atburðir.
Í dag fékk ég að vera "fararstjóri" í göngu VÍ á Keili. Það var nokkuð skemmtilegt og ekki alveg tilgangslaust að hafa fararstjóra þar sem hægt er að velja um nokkrar leiðir á Keili og ágætt að vera ekki með reikistefnur oft á leiðinni. Allir 6 sem mættu komust lifandi til baka. Veðrið var ágætt þrátt fyrir éljagang og svolítinn blástur. Við gengum nokkuð langt inn með Oddafelli og fórum yfir "úfna hraunið" þar sem styðst var yfir. Nokkuð brösulega gekk að finna stíginn yfir hraunið en þegar mér fannst við hafa gengið heldur langt og stoppaði hópinn þá mundi Jón Gunnar eftir að hann og Sighvatur höfðu veitt undarlegum skort á mosa á tveggja metra kafla athygli án þess að detta í hug að þetta væri stígurinn. "Fararstjórinn" var jú kominn nokkuð á undan! Restin gekk vel og við fórum hefðbundinn Höskuldarvallastíg (?) til baka. Í ferðinni rifjaðist upp það ágæta spakmæli að landslag væri lítils virði ef það þyrfti endilega að heita eitthvað!
Jamm. Nú ætla ég að henda drasli í tösku fyrir Mýrdalsjökulsferð sem búið er að vera að plana í rúmlega mánuð.
ciao
i-rod
Ég var á skjálftavaktinni um daginn og var heppinn með eindemum hvað vikan var þægileg. Bara rúmlega 140 atburðir.
Í dag fékk ég að vera "fararstjóri" í göngu VÍ á Keili. Það var nokkuð skemmtilegt og ekki alveg tilgangslaust að hafa fararstjóra þar sem hægt er að velja um nokkrar leiðir á Keili og ágætt að vera ekki með reikistefnur oft á leiðinni. Allir 6 sem mættu komust lifandi til baka. Veðrið var ágætt þrátt fyrir éljagang og svolítinn blástur. Við gengum nokkuð langt inn með Oddafelli og fórum yfir "úfna hraunið" þar sem styðst var yfir. Nokkuð brösulega gekk að finna stíginn yfir hraunið en þegar mér fannst við hafa gengið heldur langt og stoppaði hópinn þá mundi Jón Gunnar eftir að hann og Sighvatur höfðu veitt undarlegum skort á mosa á tveggja metra kafla athygli án þess að detta í hug að þetta væri stígurinn. "Fararstjórinn" var jú kominn nokkuð á undan! Restin gekk vel og við fórum hefðbundinn Höskuldarvallastíg (?) til baka. Í ferðinni rifjaðist upp það ágæta spakmæli að landslag væri lítils virði ef það þyrfti endilega að heita eitthvað!
Jamm. Nú ætla ég að henda drasli í tösku fyrir Mýrdalsjökulsferð sem búið er að vera að plana í rúmlega mánuð.
ciao
i-rod
0 Comments:
Post a Comment
<< Home