Ágætis helgi
Jæja. Þetta var ansi fín helgi. Veðrið um helgina var svaka fínt, eins og besta sumarveður. Á laugardaginn fórum við í berjamó á Þingvöll. Við Keyrðum inn að Svartagili og dóluðum okkur þar í næsta gili austan við Svartagil. Frekar dræm berjasprettan þarna. Tíndum samt 2 krukkur, mest krækiber. Rúntuðum svo yfir í Borgarfjörð og ætluðum í sund í Varmalandi en æ æ æ: Vetrartíminn kominn! Sumsé lokað um helgar. Mér finnst nefnilega afskaplega gott að ferðast alveg fram í október og það er bara skítt að það sé lokað þegar maður kemur á staðinn. Jamm, en Sólveig, gömul (rúml þrítug!) vinkona Írisar var í bústað í Munaðarnesi með fjölskyldu sinni. Við krössuðum þar og fengum að senda Þuríði Ernu í heita pottinn með Þorgerði, sem er einmitt með Þernu á leikskólanum. Indælt krass. Á leiðinni þangað hjálpuðum við þýskum ferðamanni að koma þakinu aftur á bílinn sinn (!), en það hafði fokið af í rokinu. Svo fengum við okkur "ýmsa rétti" í kvöllara á Hyrnunni. Sáum Bone Collector á rúvinu - assgoti slöpp mynd.
Fórum svo í Nauthólsvíkina í dag og áttum ansi góðan stranddag. Í september! Eysó og co og Erna og Helgi komu svo í mat og ég nenni ekki að ganga frá og sit hér bara og pikka....
Kannski maður fari að kíkja eftir gistingu í köben, en við förum þangað 21. september.
jeihó
-irod
Fórum svo í Nauthólsvíkina í dag og áttum ansi góðan stranddag. Í september! Eysó og co og Erna og Helgi komu svo í mat og ég nenni ekki að ganga frá og sit hér bara og pikka....
Kannski maður fari að kíkja eftir gistingu í köben, en við förum þangað 21. september.
jeihó
-irod
1 Comments:
At Fri Jan 15, 04:22:00 PM GMT,
Anonymous said…
parf ad athuga:)
Post a Comment
<< Home