Norðurland og menningarnótt
Í síðustu viku var ég fyrir norðan frá þriðjudagsmorgni fram á föstudagskvöld með Sigurjóni nokkrum Jónssyni frá ETH í Sviss að leita að stöðum fyrir nýjar fastar GPS stöðvar. Það gekk svona upp og ofan og víða eru engar almennilegar klappir á yfirborði fyrir norðan. Ég fór m.a. á Siglufjörð, út í Grímsey (norður yfir heimskautsbaug), Flatey, Kópasker og upp á hvert holt í grennd við Húsavík. Ágætis túr sem mér sýnist að hafi alveg skilað sínu. Grasið var blautt fyrir norðan, lang blautast í Flatey. Eftir Flatey var ég í 2 daga í gömlu gönguskónum og lyktin var orðin alveg helluð! Ef þaður rétt hreyfði sig í bílnum þá skreið ýldan upp úr skónum... sji ætli ég kaupi ekki bara ný innlegg á morgun.
Þegar ég kom heim biðu mín loksins nýju gleraugun (svart títan) en fjárinn, ég held að glerin séu gölluð! Það er allavegana brjálað margfalt endurkast í þeim þegar horft er á þau frá hlið.
Í gær var svo menningarnóttin. Við fórum með krakksana í hjólavagninum niður í bæ í hádeginu og flæktumst um rétt fram yfir flugeldasýningu. Það var sérstök stemming að fá sér hádegisborgara og franskar á Búllunni og horfa á meðan á maraþonhlauparana klára síðasta sprettinn... maður ætti kannski að fara að taka þátt í þessu hlaupi... Við sáum svo endinn á ýmsum atriðum og hittum slatta af fólki. Kl. 20 sáum við Langa Sela og Skuggana og fyrir mér var það skemmtilegast. Töffaraskapurinn beinlínis laaaaak af þeim. Breiðholtsbúgi o.fl. slagarar teknir. Kúl. Krökkunum fannst samt ekkert gaman á Sela. Þau voru aftur á móti alveg bergnumin af ungu jassbandi sem var að spila fyrir utan Dehli á Laugavegi. Je je je. Svo var flugeldasýningin ágæt.
Annars er fjölskyldumaskínan að fara á fullt. Íris er að fara að kenna í næstu viku og er að fara í próf líka á þriðjudag. Ég verð á þeytingi með 2 fyrirlestra á Nesjavöllum og á Geysi í næstu viku og ætla auk þess að gera einhvern slatta. HHH byrjar í leikskólanum í þarnæstu viku. Og Þuríður Erna er búin að vera með nokkrar kommur í dag. Plís ekki verða lasin.....
Annars langar mig til að sjá Miami Vice!
yfir og út
-irod
Þegar ég kom heim biðu mín loksins nýju gleraugun (svart títan) en fjárinn, ég held að glerin séu gölluð! Það er allavegana brjálað margfalt endurkast í þeim þegar horft er á þau frá hlið.
Í gær var svo menningarnóttin. Við fórum með krakksana í hjólavagninum niður í bæ í hádeginu og flæktumst um rétt fram yfir flugeldasýningu. Það var sérstök stemming að fá sér hádegisborgara og franskar á Búllunni og horfa á meðan á maraþonhlauparana klára síðasta sprettinn... maður ætti kannski að fara að taka þátt í þessu hlaupi... Við sáum svo endinn á ýmsum atriðum og hittum slatta af fólki. Kl. 20 sáum við Langa Sela og Skuggana og fyrir mér var það skemmtilegast. Töffaraskapurinn beinlínis laaaaak af þeim. Breiðholtsbúgi o.fl. slagarar teknir. Kúl. Krökkunum fannst samt ekkert gaman á Sela. Þau voru aftur á móti alveg bergnumin af ungu jassbandi sem var að spila fyrir utan Dehli á Laugavegi. Je je je. Svo var flugeldasýningin ágæt.
Annars er fjölskyldumaskínan að fara á fullt. Íris er að fara að kenna í næstu viku og er að fara í próf líka á þriðjudag. Ég verð á þeytingi með 2 fyrirlestra á Nesjavöllum og á Geysi í næstu viku og ætla auk þess að gera einhvern slatta. HHH byrjar í leikskólanum í þarnæstu viku. Og Þuríður Erna er búin að vera með nokkrar kommur í dag. Plís ekki verða lasin.....
Annars langar mig til að sjá Miami Vice!
yfir og út
-irod
0 Comments:
Post a Comment
<< Home