dorimori

Friday, July 27, 2007

Flutningar og fæðingar og ferðalög...

Jæja, nú fer ég að flytja. Við erum búin að kaupa hús í Vesturholti í Hafnarfirði, með súperútsýni yfir álverið. Gælunafn: kerskáli 4! Nei nei ég held að þetta verði bara ansi flott. Nú er bara að selja gömlu íbúðina sem við kveðum með tárum ....
Íris fer að komast á steypinn, hún er sett 21. sep, en við erum að giska á 1. okt sem fæðingardag. Eysó systir er líka alveg að fara að bera, hún verður pottþétt búin að fæða næstkomandi þriðjudag.
Annars vorum við úti á Spáni í íbúðaskiptum og kunnum því vel. Vorum í Roses, við Miðjarðarhafið skammt frá landamærunum við Frakkland.
Best að fara að gera eitthvað!

yfir og út!
i-rod

0 Comments:

Post a Comment

<< Home