dorimori

Tuesday, October 16, 2007

vex og dafnar


Litla títla vex og dafnar. Hún er ansi ákveðin og kvartar hátt ef henni er misboðið (að hennar mati). Það gerist af og til, enda fær nýja daman ekki óskipta athygli. Litla títla er orðin ansi mannaleg, farin að kíkja í kringum sig og halda haus. Núna eru mæðgurnar steinsofandi uppi. Annars eru stóru krakkarnir núna nýkomin af leikskólanum Álfasteini og farin að leira. Okkur líst vel á leikskólann og krökkunum virðist líka vel. Hrafnkell er nú loks orðinn viðræðuhæfur og segir ný orð (á sinn hátt) á hverjum degi, t.d. merkir "bæbæh" Spiderman!

Vill einhver kaupa bíl? Súsúkí vítaran okkar er föl fyrir 350 kall. Þetta er dísel jálkur með 240 þ. km reynslu og ákaflega góður ferðabíll - ekki bara fyrir dverga og með furðu gott farangursrými (rúmar 7 dverga). Sími 892 7715.

Svo fylgir ein vikugömul mynd af litlu títlu þegar stóra frænka hennar Eysó kíkti í heimsókn...

-yfir og út,
irod

0 Comments:

Post a Comment

<< Home