dorimori

Sunday, January 06, 2008

Jólajóla

Jæja, nú fara jólin að fara að verða búin. Ég hef bætt á mig hefðbundinni jólabumbu ofan á bjórbumbuna frá SanFran og hlakka ógurlega til að allt hangikjötsátið líði undir lok. Síðasta reyklambið verður tuggið í kvöld heima hjá Eysó systur. Ég hugsa oft um að það væri gaman að prófa hátíðamatreiðslu frá öðrum löndum. Taco á aðfangadagskvöld? Já takk! Annars prófuðum við svona takkó-baðkör um daginn og það var ljómandi gott.

Krakkarnir eru hressir og eldri tvö eru óvenju málgefin í dag. Hrafnkell gerði stólpagrín af því að hann ætlaði klára allt kornfleggsið og rúsínurnar og Þuríður Erna samkjaftar um allt mögulegt. Hún segist sakna Skafta afa upp úr þuttu. Ragheiður hefur bókstaflega sprungið út síðustu vikuna eða svo og er orðin risabolti sem hlær og skríkir þannig að hörðustu hjörtu bráðna. Kannski þykir manni bara vænt um þegar einhver hlær að vitleysubullinu?

Íííí já. Geisp. Í gærkvöldi lauk ég við Harðskafann hans Arnalds. Mér líður svolítið eins og ég hafi hlustað á effemm eða bylgjuna í heila viku - 30 þúsund seld eintök! Annars fannst mér tímasóum að lesa bókina, hún er hreint út sagt leiðinleg. Og mér finnast bækur sjaldan leiðinlegar. Framvindan er svo hæg og óáhugaverð að mér varð ítrekað hugsað til Derricks á elliheimili. Dein sohn ist tot. Og Harðskafinn er líka "tot" og angar af metnaðarleysi, sem er svosem skiljanlegt ef maður selur öll þessi eintök. Jæja, nóg um það.

Erna og Helgi tengdaforeldrar eru að fara til Tælands í tvo mánuði á morgun. Jæks

yfir út
i-rod

0 Comments:

Post a Comment

<< Home