Nafnið er Ragnheiður
Jæja, "litla títla" heitir nú Ragnheiður Hvanndal Halldórsdóttir. Nú er bara að venja sig af gamla nafninu. Skírnin var haldin heima á Vesturholti og heppnaðist bara vel. Það er hollt og gott að halda svona veislur heima - það er rekur mann til að gera alveg heilan helling sem maður hefði annars látið drabbast fram yfir jól (eða þarnæstu jól). Við fengum heimsendan prest - Örn Bárð - og jós hann vatni í gríð og erg og stóð sig bara nokkuð vel (hjúkk, ég var næstum búinn að skrifa "ansi vel"). Eysó systir bakaði súkkulaðitertur, tengdó púðursykurs og bananatertur og við (Íris) bökuðum skírnartertu, túnfisktertu og slatta af brauðrúllum. Ekki er langt í að ég nái 120 kílóunum í að gjörnýta afgangana. 120 kallinn!
Nú er bara að finna tíma til aðð hamast í Aggapósternum. Flýg út á laugardag - jeijei. Ég lá á netinu (í netinu?) í gær og pantaði svefnpoka á mig og krakkana á rei.com. Snilldarbúð. Svo lætur maður bara senda frítt á hótelið!
yfir og út,
i-rod
Nú er bara að finna tíma til aðð hamast í Aggapósternum. Flýg út á laugardag - jeijei. Ég lá á netinu (í netinu?) í gær og pantaði svefnpoka á mig og krakkana á rei.com. Snilldarbúð. Svo lætur maður bara senda frítt á hótelið!
yfir og út,
i-rod
0 Comments:
Post a Comment
<< Home