dorimori

Wednesday, May 31, 2006

Næstu dagar...

Jamm, nóg að gera þessa dagana. Ég er að ná fyrstu fullu (9-5) dögunum á skrifstofunni í langan tíma og það er ágætt. Íris er farin að kenna LOLlið í kvöldskóla í FB og það er soldil vinna. Ég er núna að klára að prufa gagnaflutning GPS-skjálfta-og hallamæligagna frá Grímsfjalli neð Jobba, en það á loksins að klára það dæmi í næstu viku. Um helgina ætlum við skötuhjúin svo að reyna að tölta á Öræfajökul með Veðurstofunni. Jæja, yfir og út!
-regor

HHH 1 árs

Gússmanninn varð eins árs um daginn (25. maí). Mikil gleði og glaumur þann daginn. Ég griddlaði haug af pulsum (afgangur úr afmæli Þernu) og það var bara ágætt. Æ æ æ nú man ég - við eigum eftir að kaupa afmælisgjöfina handa karlinum! Lúðaforeldrar. En það er allavegan búið að ákveða hvað hann fær í afmælisgjöf: hjólastól! He he he...

Á Hekluslóðum

Var í síðustu og þarsíðustu viku að þvælast í kringum Heklu kerlingu með nafna mínum Ólafssyni að GPS netmæla og finna staði fyrir fastar GPS stöðvar. Gistum í Gunnarsholti og fengum þaðan vænan nestispakka á hverjum degi, m.a. 1 lítra af kaffi. Á mann. Það var ekki slæmt. Enn er allt á kafi í snjó þegar komið er inn fyrir Mosfell við Vatnafjöll og nýsnævi var í massavís í Breiðaskarði. Andskotinn að hafa sleppt skíðadraslinu... Hinum megin við Heklu var snjólaust. Vorum nokkuð heppnir með veður, bjart en kalt (um frostmark) og andskoti hvasst suma dagana. Jamm, alltaf gaman að þvælast með nafna, það kemur ákveðinn heilagleiki yfir mann....
Við settum upp 4 undirstöður fyrir nýjar samfelldar stöðvar og mældum á þeim í nokkra daga. Þar með má segja að GPS-öndvegisverkefnið sé formlega byrjað (ég skrifaði reyndar undir samninginn í morgun). Í framhaldi af því þá má segja að búið er að ráða nýjan tæknimann (ástralskan norsara) sem kemur til með að vinna við hliðina á mér í þessu GPS brölti.

Friday, May 12, 2006

Royal grein...

Henti loksins inn rívjúvuðu eintaki af greininni minni til JGR í gærkveld. Hjólaði svo heim í miðnætursólsetrinu og fékk mér Royal súkkulaðibúðing með rjóma! mmmmmm....

Jet Li að byrja í sjarpinu, kannski verður gott kunk fí!

-roger

Thursday, May 11, 2006

Vinnufeðgarnir

Jæja, núna erum við feðgarnir saman í vinnunni. Íris er lasin heima og Gússóman hefur komið með mér í vinnuna síðustu 2 daga. Maður nær svona nokkrum tímum á dag.... Annars er þessi drengur rosa góður, sefur frá 10 til 12:30 og getur svo dundað sér við að rústa (já, RÚSTA!) skrifstofunni í 1 til 2 tíma eftir mat. Gaman, bara verst að ég kem ekki silverkrossinum á hjólið - heh, hann kemst varla í bílinn! Meira monsterið þessi barnavagn...

Annars fórum við Íris með Veðurstofunni upp á Botnssúlur í hitabylgju á sunnudaginn síðasta. Sennilega með skemmtilegri göngutúrum sem ég hef farið í. Fórum frá Svartagili upp á Syðstusúlu að austan og renndum okkur svo niður í Bratta. Gengum út Súlnadalinn og aftur niður í bíl S við súlurnar. Þetta tók alveg átta tíma með stoppum og skoðeríi. Snjór meira og minna ofan 500 m. Verst að sólarvörnin varð eftir niðri í bíl... ojæja, maður grillaðist bara þá með grillketinu sem var með í nesti. Jobbi var helvíti góður á leiðinni niður í Bratta - við Ía vorum stopp í miðri brekku þegar Jobbi kútveltist niður snjóinn við hliðina á okkur og brunar svo áfram á rassinum. "Var hann nokkuð með gleraugun?" segi ég við Íu. Hún sér þá gleraugun í snjónum og ég renni mér með þau til hans - "Nú, var ég búinn að týna þessum?" sagði karlinn þá! Jamm, það er gaman að renna sér.

Helv.... nú er Hrafnkellinn orðinn heldur skæður í fjöltengið. Talandi um einbeittan brotavilja!

-yfir og út

ps.
Næ loksins að koma greininni minni inn á eftir, svei mér þá ef það kallar ekki á allavegana einn öllara! A.m.k. einn thule úr bónuzzi.

-yfir og út, og ef flugvöllurinn verður færður þá tek ég keisið - arrrrrrrrrrrrrrrrr

Friday, May 05, 2006

Hjóla hjóla svitakast

Úff, feginn að vera einn á skrifstofu í hjólavikunni ægilegu, enda kem ég hérna kófsveittur á hverjum morgni. Það er ekkert rosalega þægilegt að hjóla í goretex jakkanum.... sá samt áðan á stígnum gaur sem var í regnstakk og regnbuxum. Þar sem engin rigning var í morgun þá hlýtur þessum gaur að þykja rosalega gott að soðna. Eða kannski svitnar hann aldrei. Eða kannski er hann með tálkn...

Meira af íþróttaafrekum (nú er búið að segja bumbunni stríð á hendur): Fór á línuskauta í annað sinn á ævinni um daginn niðri á Ægissíðu. Sem betur fer fór ég seint að kvöldi því ég er ekkert rosalega góður á skautunum. Svo var minn kominn á þokkalegt rennsli á heimleiðinni og missi einhvernveginn vinstri fótinn út undan mér og skall á rassa-bakið og hjálminn með dynki og látum. Já, svo miklum látum að ég var hás í hálftíma á eftir! Oarg, mikið væri ég til í að hafa séð þetta!

Svo er Þuríður Erna komin með hjól...

Fór í bíó í fyrradag með bíóhommunum (Kiddi, Görn og Hlynur). Sáum "The hills have eyes". Jamm, svolítil vonbrigði, en það var kannski bara af því að ég vissi ekkert hvaða mynd ég var að fara á. Myndin er alger formúlumynd byggð á gamalli mynd eftir Wes Craven og því kannski ekki úr miklu að moða til að byrja með. Myndin minnti samt stundum á hina sígildu Bad taste, það vantaði bara aðeins meiri aulafrasa í hana - t.d. "I want my glasses back". Æ - jæja. Hommarnir kíktu svo á kaffi París, sem var bara ágætt.
Annars var þetta dagur hinna mörgu hittinga því í Bónus hitti ég Gísla sem var í eðlisfræði á sama tíma og ég. Í Ikea hitti ég Ingu Dís og Mæju sem voru með mér í bekk í grunnskóla. Í sundi fyrir bíó hitti ég Sigga Frænda og Einar Sonic og svo Þórdísi vinkonu Gerðu systur þegar ég var á leiðinni út úr sundi. Jamm. Ég hef engan hitt í dag nema kaffivélina, hún er hreistruð með tálkn.

Yfir og út,
Roger