Ársfjórðungsuppgjör
Kominn tími á að skrifa meira, enda ýmislegt að ræða. Hið fyrsta er nýja blótsyrðið eða hneykslunarorðið: 2007. O þetta er eitthvað svo 2007. Svaka flottur bíll, keyptir þú hann 2007? Árið 2007 er toppur ofþenslu og óðaeyðslu, útrásar og neyslublindni. Halelúja, ég kunni nú bara ósköp vel við árið 2007.
Ég held að Feisbook sé ekkert að drepa bloggið. Ég er amk hér um bil hættur að nenna að stunda smettiskinnuna. Kannski er gallinn sá að maður á orðið of marga vini á feisbook, maður þorir varla að skrifa "æ djöfull er ég búinn að klóra mér mikið í rassinum í dag" því að samstundis eru þau skilaboð komin til 100 manns sem maður þekkir mismikið. Mjá já, bloggið er allavegana þannig að líklegast les enginn það, sérstaklega ef maður skrifar bara nógu mikið (!) og nógu sjaldan! Úje. Annars hef ég ekkert verið að klóra mér sérstaklega í rassinum í dag.
Krakkabloggið: Þuríður Erna varð 6 ára í gær. Ragnheiður var að vakna, eða öllu heldur neitar hún að sofna, og bloggfriðurinn er úti. Tututtutu tuttuttuttu tuðððððððð. Ótrúlegt hvað maður getur tuðað í krökkunum sínum. Afmælisveislan í gær var skrambi vel heppnuð og það mættu fleiri en við áttum von á, enda margir ekki í bænum. Við gáfum Þernu hlaupahjól í afmælisgjöf, sem þótti ekkert flott, en skánaði þó þegar við settum stelpulímmiða á hjólið. Samt með rauðum dekkjum... Hrafnkell er bara flottur, vill helst vera ber eins og Tarzan - það varð allt í lagi eftir að ég sannfærði hann um að Tarzan væri alltaf í nærbuxum!
Annars erum við búin að liggja í pest meira og minna í 2 vikur. Krakkarnir fyrst, svo ég og núna er Íris með kvefpest dauðans.
Ég fór upp í Kárahnjúka og Upptyppinga um daginn í góða skreppferð og fór á vinnufund í Frakklandi í febrúar í Chambéry - flott svæði, væri til í að koma þangað aftur. Jæja, nú er Ragga farin að kvarta fullmikið - dísus skap!
yfir og út
i-rod
Ég held að Feisbook sé ekkert að drepa bloggið. Ég er amk hér um bil hættur að nenna að stunda smettiskinnuna. Kannski er gallinn sá að maður á orðið of marga vini á feisbook, maður þorir varla að skrifa "æ djöfull er ég búinn að klóra mér mikið í rassinum í dag" því að samstundis eru þau skilaboð komin til 100 manns sem maður þekkir mismikið. Mjá já, bloggið er allavegana þannig að líklegast les enginn það, sérstaklega ef maður skrifar bara nógu mikið (!) og nógu sjaldan! Úje. Annars hef ég ekkert verið að klóra mér sérstaklega í rassinum í dag.
Krakkabloggið: Þuríður Erna varð 6 ára í gær. Ragnheiður var að vakna, eða öllu heldur neitar hún að sofna, og bloggfriðurinn er úti. Tututtutu tuttuttuttu tuðððððððð. Ótrúlegt hvað maður getur tuðað í krökkunum sínum. Afmælisveislan í gær var skrambi vel heppnuð og það mættu fleiri en við áttum von á, enda margir ekki í bænum. Við gáfum Þernu hlaupahjól í afmælisgjöf, sem þótti ekkert flott, en skánaði þó þegar við settum stelpulímmiða á hjólið. Samt með rauðum dekkjum... Hrafnkell er bara flottur, vill helst vera ber eins og Tarzan - það varð allt í lagi eftir að ég sannfærði hann um að Tarzan væri alltaf í nærbuxum!
Annars erum við búin að liggja í pest meira og minna í 2 vikur. Krakkarnir fyrst, svo ég og núna er Íris með kvefpest dauðans.
Ég fór upp í Kárahnjúka og Upptyppinga um daginn í góða skreppferð og fór á vinnufund í Frakklandi í febrúar í Chambéry - flott svæði, væri til í að koma þangað aftur. Jæja, nú er Ragga farin að kvarta fullmikið - dísus skap!
yfir og út
i-rod
0 Comments:
Post a Comment
<< Home