Ameríku loggur
Íris skrifaði eftirfarandi á feisbúkkið, og það á líka heima hér:
Í gær fengum við þvottavél og hún er búin að vera að vinna vel og er ótrúlega flott :)
Við pöntuðum okkur líka rúmbotna og þeir verða tilbúnir til afhendingar eftir nær tvær vikur. Það er bara pantað á föstudögum og afhent á mánudögum :)
Í fyrradag fórum við í svaka ferðalag til að komast í Ikea. ca 3 tíma keyrstla til Pittsburg í vetrarfærð og allt niður í 15°C frost. Við vorum í 5 klst inni í versluninni og keyptum það sem við tímdum ekki að taka með okkur hingað út því flutningurinn kostaði svo mikið. Það voru kanski mistök því allt er svo dýrt hérna.
Við erum þá núna komin svona ágætlega á veg að koma okkur fyrir.
Þegar við komum hingað á gamlársdagseftirmiðdag var aðkoman ömurleg, fúkkalygt og skítugir veggir, loft, baðherbergi og eldhús. Við rétt hentumst inn og fórum síðan beina leið í Wallmart (við vorum á nýja fína bílnum okkar sem með samvinnu góðra manna beið okkar við New York) til að kaupa inn það nauðsynlegasta sem var ansi margt :). Síðan komum við heim og ætluðum að elda okkur nautasteik og skála í freyðivíni fyrir ameríkuævintýrinu og nýju ári. Það fór samt ekki svo. Þegar við byrjuðum að þrífa þá var alltaf meira og meira ógeðslegt og eftir að hafa verð að þrífa í einhverja klukkutíma ætluðum við að fara að borða en þá voru stóru börnin sofnuð og vildu ekkert, grétu bara yfir ógeðinu þannig að þau fóru að sofa og við foreldrarnir og Ragnheiður fórum að sofa fyrir miðnætti dauðþreytt og fúl yfir ömurlegu húsnæði. Daginn eftir var lundin betri og við héldum bara áfram að þrífa og erum eiginlega enn að :)
Fukkalyktin er annaðhvort eitthvað að minnka eða við bara að venjast henni :)
Á morgun byrjar svo Þuríður í skólanum og verður skilin eftir mállaus í heilan skóladag og á að koma heim með skólastrætó.... uff ég er með í maganum en þetta er allt voða spennó......
Okkur líður öllum vel og erum bara spennt yfir ævintýrunum sem eru framundan
yfir og út og bestu kv. til ykkar allra :)
Í gær fengum við þvottavél og hún er búin að vera að vinna vel og er ótrúlega flott :)
Við pöntuðum okkur líka rúmbotna og þeir verða tilbúnir til afhendingar eftir nær tvær vikur. Það er bara pantað á föstudögum og afhent á mánudögum :)
Í fyrradag fórum við í svaka ferðalag til að komast í Ikea. ca 3 tíma keyrstla til Pittsburg í vetrarfærð og allt niður í 15°C frost. Við vorum í 5 klst inni í versluninni og keyptum það sem við tímdum ekki að taka með okkur hingað út því flutningurinn kostaði svo mikið. Það voru kanski mistök því allt er svo dýrt hérna.
Við erum þá núna komin svona ágætlega á veg að koma okkur fyrir.
Þegar við komum hingað á gamlársdagseftirmiðdag var aðkoman ömurleg, fúkkalygt og skítugir veggir, loft, baðherbergi og eldhús. Við rétt hentumst inn og fórum síðan beina leið í Wallmart (við vorum á nýja fína bílnum okkar sem með samvinnu góðra manna beið okkar við New York) til að kaupa inn það nauðsynlegasta sem var ansi margt :). Síðan komum við heim og ætluðum að elda okkur nautasteik og skála í freyðivíni fyrir ameríkuævintýrinu og nýju ári. Það fór samt ekki svo. Þegar við byrjuðum að þrífa þá var alltaf meira og meira ógeðslegt og eftir að hafa verð að þrífa í einhverja klukkutíma ætluðum við að fara að borða en þá voru stóru börnin sofnuð og vildu ekkert, grétu bara yfir ógeðinu þannig að þau fóru að sofa og við foreldrarnir og Ragnheiður fórum að sofa fyrir miðnætti dauðþreytt og fúl yfir ömurlegu húsnæði. Daginn eftir var lundin betri og við héldum bara áfram að þrífa og erum eiginlega enn að :)
Fukkalyktin er annaðhvort eitthvað að minnka eða við bara að venjast henni :)
Á morgun byrjar svo Þuríður í skólanum og verður skilin eftir mállaus í heilan skóladag og á að koma heim með skólastrætó.... uff ég er með í maganum en þetta er allt voða spennó......
Okkur líður öllum vel og erum bara spennt yfir ævintýrunum sem eru framundan
yfir og út og bestu kv. til ykkar allra :)
0 Comments:
Post a Comment
<< Home