sígur á seinni hlutann

Á myndinni erum við familían í Hreiðrinu á Landsspítalanum daginn eftir nýburunina.
Jám, um næstu helgi ætlar Eysó systir að skíra stelpuna sína. Gerða kemur á föstudag og þá á Íris líka afmæli.
Þetta er nú meira kettlingaveðrið... ætli ég skelli mér ekki bara í pottinn á eftir (ef það er undir 25 m/s á Reykjanesbraut)... Í gærdag fauk grillið yfir endilangan sólpallinn en merkilegt nokk þá stóð það enn á löppunum! Merkilegur andskoti, það var eins og einhver hefði bara trillað því á nýjan stað...
Baðherbergið mjakast áfram, ég er búinn að flota gólfið og er hálfnaður við að gifsa... Hvert er málið með frasann "hálfnað er verk þá hafið er"? Meiri þvælan, fer í ruslið með undantekningunni sem sannar regluna..... NEMA kannski ef "undantekning" merkir í raun gelding og "sannar" er raun gamli góði San Nar og þá var San Nar geldur af lögreglunni... Æ nei, hjálpi mér frá sjálfum mér, í ruslið með þetta allt!
yfir og úr
-rogerrr