dorimori

Monday, June 19, 2006

Svínslæri

Íris var að kenna í kvöldskólanum í kvöld þ.a. ég nýtti tækifærið og eldaði bjúgun sem ég keypti um daginn. Búrfells hrossabjúgu - bara 18 prósent fita! Fín bjúgu, en það var samt ekki alveg til lystörvunar að finna sinafitutjönks af og til... Ég mallaði líka alveg besta uppstúf sem ég hef mallað. Trikkið er bara að standa og hræra og hræra og hræra á meðan maður bætir mjólkinni út í rólegheitunum.... mmmm... sléttur og fínn. Þuríður Erna kallar bjúgu alltaf "svínslæri" eftir að hún sá Dýrin í Hálsaskógi.

Jamm, annars er kallinn alveg fastur í bakinu eftir að hafa hamast í garðinum í góða verðinu í gær. asskotinn... þá er um að gera að fara í labbitúra - sjáumst á Ægissíðunni!

Svo er ríjúníjon í menntó á föstudaginn. Hlakka bara dálítið til, ég held að það verði gaman. Það er líka eins gott því að ég er að borga sexþúsundarakaddl fyrir þetta... það er rúmlega heill fjölskyldupakki af öllurum! Já, maður gæti nú skemmt sér vel heima með fjölskyldupakkann... eða þannig. Við slauga_sprútt vorum allavegana í nískupúkastuði eftir að hafa borrrrgað. Og orgað.

Ég er ekki efnilegur bifvélavirki, hvað þá hjólbarðavirki. Gaurarnir í kjallaranum bentu Írisi á að dekkin á bílnum okkar snéru öfugt á bílnum og að ég ætti að fara með hann á hjólbarðaverkstæðið og láta öllum illum látum... þarf að segja meira? Hver er lúðinn? yeahhh

-yfir og út
i-rod

Wednesday, June 14, 2006

i-rod

Svona í forbifarten þá er nýja nabbnið mitt "i-rod", svona eins og i-pod og "I'll show you my i-rod!". Eða þannig. Rod Stewart, Stuart Little, Little Richard, Richard LaFamme...

yfrut
i-rod

Á skjálftavaktinni

Jæja, nú er kallinn á skjálftavaktinni. Afskaplega róleg vika hingað til þ.a. kannski næ ég að koma einhverju öðru í verk í vinnunni, enda er "gera listinn" orðinn ansi langur...

Við familían fórum norður á Agureyri um síðustu helgi og var það ákaflega ánægjulegt. Hlýtt og gott veður og ég náði meira að segja að lesa tvo kafla í bókinni sem ég er að lesa! Sundlaugin á Agureyri er mjög barnvæn og við fórum í sund báða dagana. Hrafnkell er alger vatnakall og fleygir sér áfram í vatnið og buslast og hálfkaffærist og skríkir.... alger gaur. Samt er líka svo rosalega varkár. Það er lítil barnarennibreut í buslipollinum í sundlauginni. Hrafnkell klifraði sjálfur upp stigann og var svo heillengi að manúvera sig til að fara afturábak á maganum niður rennibrautina, sennilega af því að þannig kemst hann niður úr rúminu, niður stiga, niður af borði o.s.frv!
Helgin var fullnýtt fyrir norðan því að við borðuðum kvöldmat á sunnudaginn með Mayu og Travis (við gistum hjá þeim) og klæddum svo krakkana í náttföt, tannburstuðum þá og skelltum í náttföt. Svo brunuðum við í bæinn með einu 2 mín pissustoppi í kjarrinu í Borgarfirði!

Jæja, yfir og út.

i-rod

Wednesday, June 07, 2006

2110

Ferðin á Hvannadalshnúk gekk vel. Bæði veður og færð afbrigðilega góð. Myndir hér.
Ég keyrði austur á föstudagskveldinu í von og óvon upp á hvort ég kæmist af stað fyrir dúndrandi kvefpest, var kominn með hellu strax á Sandskeiði. Við vorum komin að Hofi í Öræfum rétt um miðnætti, enda var Íris að kenna til ca. átta. Þá hentum við tjaldinu upp í hvelli og reyndum að sofna. Þegar klukkan hringdi kl. 04:12 þá hentumst við í fötin (ég var búinn að pakka fötum göngudagsins í sér poka!), gúffuðum í okkur mat, tróðum nesti sem ég smurði í bænum i bakpokana og brunuðum inn að Sandfelli. Það var eiginlega ekki fyrr en maður var farinn að labba sem að hægt var að spá í hvort maður var slappur eða ekki. Sem betur fer fór lítið fyrir því. Frábært veður, bjart og stillt. Það fóru e-ð um 250 manns á hnúkinn þennan dag, sem gæti vel verið met. Enda var maður við mann upp Sandfellið...
Eitthvað pakkaði ég of miklum mat því að ég kom niður með rúmlega helming aftur - og þó vorum við Íris búin að troða ótæpilega í okkur. Fyrir okkur írisi var ég með 10 flatkökur, 5 samlokur, 4 öðruvísi samlokur, túnfisksalat, 2 núðlusúpur, 6 kjúklingabringur í rósmarín-rjómasósu, hrísgrjón með því, kexpakka, harðfisk, 2 stóra poka af göngunasli, hnetur, te og kókómalt, 2 kókómjólk, tæpa 2 lifrapylsukeppi og þegar mest var 5 lítra af vatni! Djísös, ég sé núna að þetta var bara rugl! Ég samdi líka nýtt drum'n base lag: "Sherpa sherpa" á leiðinni upp. Reyndar var frasinn að "henda í sig" frasi göngunnar, því að línan okkar var með hægari hópum og við fengum bara stuttar pásur og máttum "henda í okkur".
Gaman var að sjá göngulínurnar eins og maura að pota sér áfram í fjarska. Napóleonsfílingur. Það hefði samt verið ákjósanlegt að fá heiðríkju á blátoppinum! Ojæja, maður sá svosem eitthvað...

yfir og út
-Sinpang sherpa

Thursday, June 01, 2006

1. júní!

Sjitt, það er kominn fyrsti júní! Sumarið fer að verða hálfnað!

-yfir og ÚT