Skárri er RS en MS
Jæja, nú fer maður að detta í jólin. Það er hálfgerð brotlending inn í jólin að vera úti á ráðstefnu í 9 daga skömmu fyrir jól. En ég held að þetta sé allt að koma.... Ég held að húsið okkar sé það minnst skreytta í götunni (sko! nágrannasamkeppnin byrjuð!), ætli maður hendi ekki upp einhverjum seríum í dag. Svo ke,mur Gerða systir seint í kvöld frá Bretlandi.
AGU ráðstefnan í San Francisco var vel heppnuð. Þetta er frábær borg. Við Matthew á Veðurstofunni leigðum okkur bíl einn daginn og skruppum að skoða risafurur og fjallendi skammt norður af SanFran. Í risafuruskóginum var svo kalt og rakt að það var eins og að vera í ísskáp. Mest sótti barinn þetta árið var Írski bankinn (theirishbank.com). Það er gott að eiga sér "hverfispöbb" í hverri borg! Annars vorum við aldrei alveg til lokunar (1:30) sem er allt annað en fyrir 2 árum þegar okkur íslendingunum var kastað út 3 daga í röð! Ætli maður sé ekki farinn að mýkjast aðeins - 120 kallinn!
Ég skrapp á gaukinn í gær á jólatónleika Xins. Maður "skreppur" kannski ekki þegar það tekur 20 mín að keyra aðra leiðina? Það var gaman að sjá strigaskóna rokka vel og Dr. Spock voru frábærir. últratekknóbandið Stefán var líka flott. Hver hljómsveit spilaði bara 3 lög þ.a. þetta voru hálfgerðir sýnishornatónleikar - kannski verður þetta svona framvegis til að fólk geti farið út að reykja reglulega? Æ nei nei.
Krakkarnir? Bara flottir. Ragnheiður er búin að vera með leiðindakvef í nokkra daga, hugsanlega með RS vírus segir læknirinn. En hið forkveðna spakmæli á enn vel við: Skárra er að vera með RS en MS!
yfir og út
i-rod
AGU ráðstefnan í San Francisco var vel heppnuð. Þetta er frábær borg. Við Matthew á Veðurstofunni leigðum okkur bíl einn daginn og skruppum að skoða risafurur og fjallendi skammt norður af SanFran. Í risafuruskóginum var svo kalt og rakt að það var eins og að vera í ísskáp. Mest sótti barinn þetta árið var Írski bankinn (theirishbank.com). Það er gott að eiga sér "hverfispöbb" í hverri borg! Annars vorum við aldrei alveg til lokunar (1:30) sem er allt annað en fyrir 2 árum þegar okkur íslendingunum var kastað út 3 daga í röð! Ætli maður sé ekki farinn að mýkjast aðeins - 120 kallinn!
Ég skrapp á gaukinn í gær á jólatónleika Xins. Maður "skreppur" kannski ekki þegar það tekur 20 mín að keyra aðra leiðina? Það var gaman að sjá strigaskóna rokka vel og Dr. Spock voru frábærir. últratekknóbandið Stefán var líka flott. Hver hljómsveit spilaði bara 3 lög þ.a. þetta voru hálfgerðir sýnishornatónleikar - kannski verður þetta svona framvegis til að fólk geti farið út að reykja reglulega? Æ nei nei.
Krakkarnir? Bara flottir. Ragnheiður er búin að vera með leiðindakvef í nokkra daga, hugsanlega með RS vírus segir læknirinn. En hið forkveðna spakmæli á enn vel við: Skárra er að vera með RS en MS!
yfir og út
i-rod