dorimori

Tuesday, December 12, 2006

Jólin nálgast

Jólin nálgast og það er bara hið besta mál. Krakkarnir báðir með eyrnabólgu og tilheyrandi vol og væl... Ojæja, það jafnar sig fyrir jól. Við erum búin að setja seríu á svalirnar, aðventuljós og tilheyrandi. Mesta lukku hjá krökkunum vekur syngjandi/dansandi jólasveinn, sem við lækkuðum í með að setja teppafilter yfir hátalarann - he he he!
Annars er ég á vakt þessa vikuna.

HHH vaknaður



irod

Monday, December 04, 2006

Ekkert rugl!

Nýju einkunnarorð fjölskyldunnar eru "ekkert rugl"! Ég segi þetta stundum við Þuríði Ernu þegar hún er alveg að fara að bulla yfir sig - sem er farið að gerast æ oftar... svalt. Jamm, ekkert rugl, hér er fréttapistillinn:
* Hrafnkell er núna í kvöldkvartinu sínu
* Fórum í prýðilegt jólahlaðborð á Argentínu með félögunum í gærkveld. Forréttirnir bestir... það er engin synd að taka vel á þeim.
* Ég fór með krakkana í labbitúr í bænum í gær og við sáum þegar kveikt var í Oslóarhríslunni
* Jamm svo erum við að fara í íbúðaskipti til Spánar í sumar. Búinn að kaupa miða!
* Jæja, best að fara að sinna drengnum

-irod