dorimori

Thursday, August 31, 2006

Sjóræningjar

Það eru sjóræningjar allsstaðar. Gerða systir ætlar að halda sjóræningjaafmæli, sem er ábyggilega ógeðslega gaman. Svo spurði ég Þuríði Ernu áðan hvað hún ætlaði að verða þegar hún verður stór: Sjóræningi. Nema hvað. Svo spurði ég hvort það væri ekki hættulegt og þá sagði hún: Nei nei, ég passa bara sverðið. Allt á hreinu.

-irod

Tuesday, August 29, 2006

Leikskólajójó

Jæja, nú er Hrafnkellinn byrjaður á leikskólanum. Ég er búinn að vera að jójóast fram og tilbaka í dag og gær á meðan kallinn er í aðlögun. Gaman. Mér líst bara vel á deildina og starfsfólkið og það á leikskólanum. Svo er stóra systir náttúrulega á næstu deild... Það var fyndið að sjá alla krakkana troðast hvert yfir annað í rennibrautinni í dag. Ein stór horkös he he he he. Hnííííí.
Íris er farin að kenna á fullu í FB og í morgun fór ég með krakkana í skólann í hjólavagninum góða. Alvöru græja en sömu sögu er ekki að segjaaf hjólinu mínu, ég er ekkert alltof sáttur við þetta trekkdrasl. Kannski er þetta bara spurning um að stilla gíra og festa pedalann á og svona en fjandinn, mér finnast alltaf vera einhver skrýtin hljóð íessu dóti... Það er nú samt ekkert miðað við glamrið í sundurryðguðu hlífinni utan um hvarfakútinn á súkkunni. Glætan spætan að ég splæsi í nýjan (kostar 40 kall), ég ríf þetta bavara undan þegar ég fer að bletta í haust.
Ég var að skrá mig á námskeið í Bern í Sviss í lok mánaðarins. Ég frétti að það væri fullt en svo reddaðist það sem betur fer sjúkkiddí púkkiddí.
Jæja, kominn tími á Thule!

ps.: veit soldið. ætla ekki að segja. he he he he hníííííí....

-irod

Tuesday, August 22, 2006

spegillinn

Ja hérna, ég var í speglinum á ruvinu í kvöld (21/8)! Ákvað að kýla bara á að ræða um landris á Íslandi í stað þess að benda á einhvern annann. Ég á reyndar eftir að heyra hvernig þetta kom út... best að kíkja á netið hjá rúv.

igor cavalera
-irod

Sunday, August 20, 2006

Norðurland og menningarnótt

Í síðustu viku var ég fyrir norðan frá þriðjudagsmorgni fram á föstudagskvöld með Sigurjóni nokkrum Jónssyni frá ETH í Sviss að leita að stöðum fyrir nýjar fastar GPS stöðvar. Það gekk svona upp og ofan og víða eru engar almennilegar klappir á yfirborði fyrir norðan. Ég fór m.a. á Siglufjörð, út í Grímsey (norður yfir heimskautsbaug), Flatey, Kópasker og upp á hvert holt í grennd við Húsavík. Ágætis túr sem mér sýnist að hafi alveg skilað sínu. Grasið var blautt fyrir norðan, lang blautast í Flatey. Eftir Flatey var ég í 2 daga í gömlu gönguskónum og lyktin var orðin alveg helluð! Ef þaður rétt hreyfði sig í bílnum þá skreið ýldan upp úr skónum... sji ætli ég kaupi ekki bara ný innlegg á morgun.
Þegar ég kom heim biðu mín loksins nýju gleraugun (svart títan) en fjárinn, ég held að glerin séu gölluð! Það er allavegana brjálað margfalt endurkast í þeim þegar horft er á þau frá hlið.
Í gær var svo menningarnóttin. Við fórum með krakksana í hjólavagninum niður í bæ í hádeginu og flæktumst um rétt fram yfir flugeldasýningu. Það var sérstök stemming að fá sér hádegisborgara og franskar á Búllunni og horfa á meðan á maraþonhlauparana klára síðasta sprettinn... maður ætti kannski að fara að taka þátt í þessu hlaupi... Við sáum svo endinn á ýmsum atriðum og hittum slatta af fólki. Kl. 20 sáum við Langa Sela og Skuggana og fyrir mér var það skemmtilegast. Töffaraskapurinn beinlínis laaaaak af þeim. Breiðholtsbúgi o.fl. slagarar teknir. Kúl. Krökkunum fannst samt ekkert gaman á Sela. Þau voru aftur á móti alveg bergnumin af ungu jassbandi sem var að spila fyrir utan Dehli á Laugavegi. Je je je. Svo var flugeldasýningin ágæt.
Annars er fjölskyldumaskínan að fara á fullt. Íris er að fara að kenna í næstu viku og er að fara í próf líka á þriðjudag. Ég verð á þeytingi með 2 fyrirlestra á Nesjavöllum og á Geysi í næstu viku og ætla auk þess að gera einhvern slatta. HHH byrjar í leikskólanum í þarnæstu viku. Og Þuríður Erna er búin að vera með nokkrar kommur í dag. Plís ekki verða lasin.....

Annars langar mig til að sjá Miami Vice!

yfir og út
-irod

Friday, August 11, 2006

Frakkaraland o.fl.

Við familían erum nýkomin úr tæplega 3ja vikna ferð um Frakkland. Það var mikið jibbí jei. Guðrún, konan hans pabba varð sextug þann 27. júlí og því var farið í þessa ferð. Við vorum fyrst í viku í húsi í smábænum Barbentan, skammt S við Avignon, með pabba, Guðrúnu, Bjarna, Eysó, Rakel, Þráni og Gerðu Björk. Ég hélt svona gamaldags skrifidagbók yfir ferðina og nenni því ekkert að skrifa neitt allt of mikið aftur... En þarna í Barbentan var ansi gott að vera og fyrir utan afslappelsi við sundlaugina í garðinum þá fórum við til Barben, Camarque, Marsaille, Tarrascon (Rónadagur) o.m.fl.
Þegar allir fóru heim þá keyrðum við Íris og krakkarnir til La Begude de Mazenc (um 100 km norðar) á sítróeninum sem við fengum í íbúðaskiptunum. Í La Begude beið okkar svaka fínt hús sem frönsk hjón áttu, en þau voru einmitt á meðan á Dunhaganum og á flandri á súkkubílnum okkar. Að sjálfsögðu: líka sundlaug við húsið! Svona annan hvorn dag vorum við meira og minna heima við og svona annan hvorn dag fórum við í lengri dagsferðir. Ansi gott líf...
Nú er allt komið á fullt í vinnunni og gay pride á morgun og svona. Þuríður Erna fer aftur í leikskólann á mánudaginn og Hrafnkell byrjar í aðlögun þann 28. ágúst.
Við keyptum okkur chariot aftínavagn fyrir krakkana í gær (hinn möguleikinn var að kaupa annan bíl) og ég keypti mér líka nýtt hjól, enda er Garýinn ("Riddarinn") á ellefta ári. Nýja hjólið er Trek 4300 með víradiskabremsum og dempara. Svona bara meðalhjól. Mér finnst það mun meira rólegheitahjól m.v. garíinn og munar þar mest um stöðuna, en sem að ég lá mjög mikið fram á gamla garí sem gaf góða racetilfinningu og mig langaði alltaf til að hjóla bara ógeðslega hratt! Mig langaði svolítið í meira alvöruhjól en trekkið, en það var bara á svo assgoti góðu verði! Fínt til að draga vagninn.

jebbse4n bebbsenb

-bílúbb (þetta segir kóbran þegar maður svissar)