Við familían erum nýkomin úr tæplega 3ja vikna ferð um Frakkland. Það var mikið jibbí jei. Guðrún, konan hans pabba varð sextug þann 27. júlí og því var farið í þessa ferð. Við vorum fyrst í viku í
húsi í smábænum Barbentan, skammt S við Avignon, með pabba, Guðrúnu, Bjarna, Eysó, Rakel, Þráni og Gerðu Björk. Ég hélt svona gamaldags skrifidagbók yfir ferðina og nenni því ekkert að skrifa neitt allt of mikið aftur... En þarna í Barbentan var ansi gott að vera og fyrir utan afslappelsi við sundlaugina í garðinum þá fórum við til Barben, Camarque, Marsaille, Tarrascon (Rónadagur) o.m.fl.
Þegar allir fóru heim þá keyrðum við Íris og krakkarnir til La Begude de Mazenc (um 100 km norðar) á sítróeninum sem við fengum í íbúðaskiptunum. Í La Begude beið okkar
svaka fínt hús sem frönsk hjón áttu, en þau voru einmitt á meðan á Dunhaganum og á flandri á súkkubílnum okkar. Að sjálfsögðu: líka sundlaug við húsið! Svona annan hvorn dag vorum við meira og minna heima við og svona annan hvorn dag fórum við í lengri dagsferðir. Ansi gott líf...
Nú er allt komið á fullt í vinnunni og gay pride á morgun og svona. Þuríður Erna fer aftur í leikskólann á mánudaginn og Hrafnkell byrjar í aðlögun þann 28. ágúst.
Við keyptum okkur chariot aftínavagn fyrir krakkana í gær (hinn möguleikinn var að kaupa annan bíl) og ég keypti mér líka nýtt hjól, enda er Garýinn ("Riddarinn") á ellefta ári. Nýja hjólið er Trek 4300 með víradiskabremsum og dempara. Svona bara meðalhjól. Mér finnst það mun meira rólegheitahjól m.v. garíinn og munar þar mest um stöðuna, en sem að ég lá mjög mikið fram á gamla garí sem gaf góða racetilfinningu og mig langaði alltaf til að hjóla bara ógeðslega hratt! Mig langaði svolítið í meira alvöruhjól en trekkið, en það var bara á svo assgoti góðu verði! Fínt til að draga vagninn.
jebbse4n bebbsenb
-bílúbb (þetta segir kóbran þegar maður svissar)