Allt að smella í farið...
Jæja, nú erum við langt komin með að koma okkur fyrir hér og lífið farið að ganga sinn vanagang.
Ég hjóla yfirleitt í vinnuna/skólann, það tekur svona 10-12 mínútur sem er aðeins þæginlegra en 35 mínútna túrinn frá Vesturholtinu... Það er miklu meira landslag hérna í State College en ég bjóst við, sæmilegar brekkur og svona út um allt. Ég er í einum kúrsi núna (Mathematical modeling in geosciences) sem er ágætur og sit líka í fyrirlestrum í eldfjallafræðikúrs. Ég ætti nú eiginlega að ná mér í bókina í þeim kúrsi... Svo er ég í nokkrum "rannsóknareiningum" sem fara í að setja upp GPS úrvinnslu (GIPSY) og vinna úr GPS gögnum frá Íslandi og mið-ameríku, lofar góðu. Ég þarf að skila inn umsókn fyrir styrk í næstu viku líka þannig að það er nóg að gera og hressandi að skila heimadæmum aftur! Ég er líka kominn með tenginu inn á Veðurstofuna og hef aðeins verið að dútla í GPS kerfinu þar hérna heiman frá mér.
Við erum farin að kunna ágætlega við okkur hérna á Harris Street, en það er ekkert voðalega góð lykt úr kjallaranum - svona eins og að vera í Fúkka á Fimmvörðuhálsi. Ég svaf þar einhverntímann og það var nú ekki svo slæmt... kafreykti líka vindla þá. En við erum í parhúsi á einni hæð (plús kjallari) með tvö svefnherbergi. Eftir tvær ferðir til Ikea (til Pittsburg og Philadelphiu) er þetta orðið nokkuð gott bara! Fengum líka rúmbotna undir dýnuna okkar í vikunni, en það var reyndar vitlaus stærð... En hverfið hérna er vinalegt og rólegt og heljarinnar maísakur rétt hjá okkur og leikvöllur hinum megin við húsin-sem-við-verðum-að-taka-svaka-hring-í-kringum vegna þess að kaninn var ekkert alveg að plana að fólk myndi ganga þegar þetta hverfi var byggt. Annars er víst óvenju mikið af gangstéttum og samgöngum hér í State College miðað við hvað gengur og gerist. Það var gaman að koma til Pittsburg og "Philly" og alveg magnað að keyra í þessum rosalegu marghæða umferðarmannvirkjum. Svakalegur munur að hafa GPS leiðsögutækið í bílnum þó svo að stundum vilji það láta mann fara fáránlega króka.
Þuríður Erna er komin á fullt í skólanum og gengur vel að læra enskuna. Hún er ótrúlega fljót og á eftir að plumma sig vel. Krakkarnir í bekknum virðast mjög hrifnir af henni og hún er strax búin að eignast nokkra vini þó svo að hún viti ekki endilega hvað þeir heita! Það var skólaskemmtun í vikunni þar sem krakkarnir sungu alveg helling, já já svona lög um drottinn og fánann og ameríku og uncle sam og allt það! En það var skemmtilegt og gaman sjá hvað krakkarnir voru duglegir. Svo var líka "care fare" í skólanum hjá ÞEHH eitt kvöldið í vikunni þar sem maður átti að láta gott af sér leiða... eða bara þvælast milli stofanna og sjá hvernig þetta fúnkerar! Annars er svakalegt með allt manntjónið sem varð í skjálftanum í Haítí. Ótrúlega sorglegt.
Hrafnkell þarf endilega að komast í eitthvað prógramm til að hitta aðra krakka og læra meira að tala... við erum að kanna með að koma honum í pre-kindergarden prógramm... jájájá
Annars er ég alveg að fíla þetta ágætlega, gott ævintýri!
yfir og út
ps.
setti nýjar myndir á píkösuvefinn áðan:
http://picasaweb.google.com/halldor.geirsson/AnnaUSSettJanuar2010#
-dórinn