feisbook drap bloggið
Jæja, það hlýtur að teljast staðreynd: feisbook er búið að murka lífið úr blogginu. Nú feisbloggar maður bara í one-lænerum: geðveikt hress; var að koma úr ljósum; vanhæf ríkisstjórn o.s.frv. Enda var það kannski bara eins gott, stundum nennir maður ekkert að lesa nema fyrirsagnir. Bloggið mitt er því komið í hálfgert annálaform, eða kannski ársfjórðungsyfirlit eins og var rosalega í tísku fyrir nokkru. Ég er hálfpartinn farinn að sakna þess að heyra bla bla ble ble í fréttunum um ársfjórðungsyfirlit, nasdakk o.fl. Man samt ekkert eftir því að hafa heyrt um ársfjórðungsyfirlit Seðlabankans, það hlýtur að hafa verið skínandi gott...
Þá er best að annála, eða annblogga, eða abblogga eða bara abba. Ég sá einmitt abba myndina mamma mía í vikunni. Djæsös, ætlaði ekkert að sjá hana (stelpumynd sko) en var þvingaður með ísköldum pilsner, osterejer og nóa kroppi. Fín mynd, en mig klæjaði stanslaust í Chuck Norris tattúið mitt á meðan ég horfði á myndina. Annars er ég búinn að horfa frekar lítið á sjónvarpið undanfarið, maður er alltaf að vesenast eitthvað og svo er mér farið að takst að komast yfirleitt í rúmið fyrir miðnætti, en það var ekki málið fyrir áramót. Nú er vekjaraklukkan föst á 7, enda þarf íris að byrja að kenna klukkan 8 þrjá morgna í viku. Tengdó kemur þá og nær í Ragnheiði um 8:30 og hefur hana hjá sér á meðan Íris er í vinnunni. Ég rölti yfirleitt með stóru ormana í leikskólann og hjóla svo í vinnuna eða fæ far hjá tengdó niður í Fjörð þar sem ég næ strætó. Það er alger lúksus að fá svona frábæra barnapössun og þjónustu frá tengdó, ég veit ekki alveg hvar við værum án þess. Nú klæjar mig í tattúið...
Krakkastatusinn: OK, OK, OK. Síðan í haust hefur heilsa krakkanna verið ótrúlega góð og við höfum varla misst dag úr vinnu vegna veikinda. Ragnheiður hefur aldrei orðið mikið veik eins og hinir krakkarnir voru, en kvef og kannski smá hiti kemur af og til. Sjö níu þrettán - hvað getur maður verið heppinn lengi? Þuríður Erna verður 6 ára í apríl og er strax farin að telja niður. Ætlar samt að vera áfram í leikskólanum. Hún tók upp á því að byrja að lesa fyrir jól og gekk bara vel þá en hefur ekki áhuga í augnablikinu. Það er margt sem ég segi "hrikalega ósanngjarnt" eins og að leyfa henni ekkert að horfa á sjónvarp í dag (á móti fékk hún að horfa á heila bíómynd í gær). Vondi pabbi - það er ég. Ragnheiður (16 mánaða) er líka í smá ögun enda skilur hún ekki afhverju hún fær ekki að borða nákvæmlega það sem henni finnst best. Það kemur, vondi pabbi! Hrafnkell er enn svolítið málhaltur. Hann hætti með snuðið í lok jóla. Síðasti jólasveinninn tók snuðin úr skónum í glugganum og skildi eftir svolítið dót. Þetta gekk miklu betur en hjá Þuríði Ernu, enda árinu fyrr á ferðinni. Hrafnkell fékk svo "sinn dag" þar sem hann fékk að ráða öllu (bíó, hamborgarar og det hele). Um síðustu helgi voru allir krakkarnir í pössun hjá Eysó systur og panikkástand skapaðist inni þegar Ragnheiður var að fara að sofa og Hrafnkell var úti með öll snuðin í vasanum. Hrafnkell segist stundum ætla að fara heim með hinum og þessum fóstrunum.
Vinnan: OK. Nú er ég á "nýju Veðurstofunni" en Veðurstofan var sameinuð við Vatnamælingar núna um áramótin. Hingað til hefur lítið breyst en það er náttúrulega hálfgert fokk að klastra saman tveimur stofnunum þegar stofnunin er enn á tveimur stöðum í bænum. Það er nú samt ekki eins mikið fokk og landsstjórnarmálin.
Mér sýnist hálfgerður beygur vera í þingmönnum núna. Það er eins og enginn vilji halda um taumana, enda ekki sérlega öfundsvert. En þetta er jú hlutur sem þeir verða að gera, eins og þeir segja sjálfir. Hnífinn á loft og passa sig að gera ekki Hara Kiri í leiðinni. Of seint? Er ekki nútímalegra að nota fitusog? Það er kannski einmitt það sem Alþjóðagjaldeyrussjóðurinn (Aggó) stefnir á að gera? Blóðtakan hófst í Hafnarfirði með því að stappa á Jósefsspítala. Kannski mætti sérhæfa Jósefsspítala í fitusogi og markaðssetja erlendis fyrir Aggó bankamennina? Þetta gæri orðið dýrindishelgarpakki með gistingu á Fjörukránni og afsláttarkorti í Herra Hafnarfirði og Sissí eða Mandí eða hvað þesar búðir heita í Firðinum. 15% afsláttur hjá póstinum til að senda fituna í poka upp í Gunnarsholt þar sem hún verður notuð sem áburður í kolefnisjöfnunarskógunum? Ég hef líka alltaf verið hrifinn af Alheimskirkjugarðinum við Heklu "get buried by an active volcano" - hlýtur að selja. Það er fullt af tækifærum, bara að grípa þau og byrja hæfilega smátt...
Jæja, komið nóg af rugli
yfir og út
-irod
Þá er best að annála, eða annblogga, eða abblogga eða bara abba. Ég sá einmitt abba myndina mamma mía í vikunni. Djæsös, ætlaði ekkert að sjá hana (stelpumynd sko) en var þvingaður með ísköldum pilsner, osterejer og nóa kroppi. Fín mynd, en mig klæjaði stanslaust í Chuck Norris tattúið mitt á meðan ég horfði á myndina. Annars er ég búinn að horfa frekar lítið á sjónvarpið undanfarið, maður er alltaf að vesenast eitthvað og svo er mér farið að takst að komast yfirleitt í rúmið fyrir miðnætti, en það var ekki málið fyrir áramót. Nú er vekjaraklukkan föst á 7, enda þarf íris að byrja að kenna klukkan 8 þrjá morgna í viku. Tengdó kemur þá og nær í Ragnheiði um 8:30 og hefur hana hjá sér á meðan Íris er í vinnunni. Ég rölti yfirleitt með stóru ormana í leikskólann og hjóla svo í vinnuna eða fæ far hjá tengdó niður í Fjörð þar sem ég næ strætó. Það er alger lúksus að fá svona frábæra barnapössun og þjónustu frá tengdó, ég veit ekki alveg hvar við værum án þess. Nú klæjar mig í tattúið...
Krakkastatusinn: OK, OK, OK. Síðan í haust hefur heilsa krakkanna verið ótrúlega góð og við höfum varla misst dag úr vinnu vegna veikinda. Ragnheiður hefur aldrei orðið mikið veik eins og hinir krakkarnir voru, en kvef og kannski smá hiti kemur af og til. Sjö níu þrettán - hvað getur maður verið heppinn lengi? Þuríður Erna verður 6 ára í apríl og er strax farin að telja niður. Ætlar samt að vera áfram í leikskólanum. Hún tók upp á því að byrja að lesa fyrir jól og gekk bara vel þá en hefur ekki áhuga í augnablikinu. Það er margt sem ég segi "hrikalega ósanngjarnt" eins og að leyfa henni ekkert að horfa á sjónvarp í dag (á móti fékk hún að horfa á heila bíómynd í gær). Vondi pabbi - það er ég. Ragnheiður (16 mánaða) er líka í smá ögun enda skilur hún ekki afhverju hún fær ekki að borða nákvæmlega það sem henni finnst best. Það kemur, vondi pabbi! Hrafnkell er enn svolítið málhaltur. Hann hætti með snuðið í lok jóla. Síðasti jólasveinninn tók snuðin úr skónum í glugganum og skildi eftir svolítið dót. Þetta gekk miklu betur en hjá Þuríði Ernu, enda árinu fyrr á ferðinni. Hrafnkell fékk svo "sinn dag" þar sem hann fékk að ráða öllu (bíó, hamborgarar og det hele). Um síðustu helgi voru allir krakkarnir í pössun hjá Eysó systur og panikkástand skapaðist inni þegar Ragnheiður var að fara að sofa og Hrafnkell var úti með öll snuðin í vasanum. Hrafnkell segist stundum ætla að fara heim með hinum og þessum fóstrunum.
Vinnan: OK. Nú er ég á "nýju Veðurstofunni" en Veðurstofan var sameinuð við Vatnamælingar núna um áramótin. Hingað til hefur lítið breyst en það er náttúrulega hálfgert fokk að klastra saman tveimur stofnunum þegar stofnunin er enn á tveimur stöðum í bænum. Það er nú samt ekki eins mikið fokk og landsstjórnarmálin.
Mér sýnist hálfgerður beygur vera í þingmönnum núna. Það er eins og enginn vilji halda um taumana, enda ekki sérlega öfundsvert. En þetta er jú hlutur sem þeir verða að gera, eins og þeir segja sjálfir. Hnífinn á loft og passa sig að gera ekki Hara Kiri í leiðinni. Of seint? Er ekki nútímalegra að nota fitusog? Það er kannski einmitt það sem Alþjóðagjaldeyrussjóðurinn (Aggó) stefnir á að gera? Blóðtakan hófst í Hafnarfirði með því að stappa á Jósefsspítala. Kannski mætti sérhæfa Jósefsspítala í fitusogi og markaðssetja erlendis fyrir Aggó bankamennina? Þetta gæri orðið dýrindishelgarpakki með gistingu á Fjörukránni og afsláttarkorti í Herra Hafnarfirði og Sissí eða Mandí eða hvað þesar búðir heita í Firðinum. 15% afsláttur hjá póstinum til að senda fituna í poka upp í Gunnarsholt þar sem hún verður notuð sem áburður í kolefnisjöfnunarskógunum? Ég hef líka alltaf verið hrifinn af Alheimskirkjugarðinum við Heklu "get buried by an active volcano" - hlýtur að selja. Það er fullt af tækifærum, bara að grípa þau og byrja hæfilega smátt...
Jæja, komið nóg af rugli
yfir og út
-irod
