dorimori

Wednesday, October 01, 2008

á útstími



Nú er eiginlega komið útstím á jólin. Það er allt einhvernveginn í rútínu, svona eins og hægt er, viku eftir viku. Íris er farin að kenna og fékk sem betur fer góða stundarskrá og er í fríi þriðjudaga (utan kvöldskóla) og föstudaga. Tengdamamma hefur verið dugleg að passa þá Ragnheiði, en hún varð 1 árs á mánudaginnn síðasta. Í September var Tengdó í ferðalagi og þá var Ragnheiður með mér á Veddó ca. 3 daga í viku og það gekk bara skrambi vel.
Ég skrölti á hjólinu heim úr vinnunni 1-3 daga í viku og hjóla stundum í vinnuna á fimmtudagsmorgnum, en þá þarf Íris að vera mætt klukkan 8. Í norðangarranum í dag sló ég metið heldur betur og var 24 mínútur á leiðinni heim, en gamla "metið" (það er nú ekki eins og þetta sé HM (hafnafjarðarmótið)) var 28 mínútur. Lengst hef ég verið 48 mínútur. Yfirleitt á leiðinni bölva ég hversu ömurleg hjólaleiðin er milli Hafnafjarðar og Reykjavíkur og bara hvað aðstaða til atvinnuhjólreiða, þ.e. að hjóla í og úr vinnu, er léleg. Nöldur böldur.
Það eru endalausir sameiningarfundir uppi í vinnu núna því við erum að sameinast Vatnamælingum. Gott mál en alger tímasuga.
Krakkarnir eru ressirr og gádirr og una sér vel hérna í Hafnarfirðinum.
Já og svo var Eysó systir að gifta sig um síðustu helgi og það var brjálað partí til hálffimm eða fimm. Svali DJ kom sterkur inn og spilaði m.a. Battery með metallikku - þá var tjúttað!

je je, ætla að kíkja á fésbókina og koma mér í háttinn - en ég vaknaði klukkan sex í morgun og gat ekkert sofnað aftur. Aldurinn? Nei, bara næturbröltið í krökkunum.

yfir og út
i-rod Stewart