Búdeman!
Jæja, langt síðan maður hefur ritað hér. Ekki svo að skilja að ekkert sé að segja, heldur er maður bara yfirleitt að gera "eitthvað annað". Til dæmis keypti Íris 5 spólur af gömlum friends þáttum um daginn í Góða Hirðinum svo maður hefur legið yfir þessum ágætu vinum á síðkvöldum.
Hrafnkell verður þriggja ára á morgun. Hann er orðinn duglegur að tala, en sumt kemur skemmtilega skakkt út. T.d. finnst honum ofsalega gaman að stökkva um með skikkju og segja "Búdemannn!" af og til - þar er hann náttúrulega að leika Súperman. Spiderman (Bædaman) kemur líka sterkur inn og Hrafnkell sagði núna áðan í hádeginu að hann langaði í stóran vondan spæderman í afmælisgjöf.
Ragnheiður er komin með tvær tennur í neðri góm. Fyrri tönnina fékk hún fyrir réttum mánuði og sú síðari kom fyrir ca 2 vikum. Henni finnst gaman að japla á öllu sem ájaplast og hefur meiri áhuga á öllu öðru en dótinu sínu. Svo er skvísan farin að skríða út um allt núna og er farin að standa upp við hluti. Oft stendur hún uppi í rúminu sínu á morgnanna. Birtan er farin að segja til sín og rugla klukkunni í krökkunum, eilíft morgunbras.
Þuríður Erna byrjaði á nýrri deild, Hamri, í leikskólanum (Álfasteini) í gær. Það er svolítill kjaftur og óþekkt í stelpunni þessa dagana en þá er bara að grípa til járnagans. Engin miskunn! Eða þannig...
Við fórum til Akureyrar um Hvítasunnuhelgina og gistum þar hjá Mayu og Travis á Munknum þeirra, gott og gaman. Þetta var sennilega fyrsta ferðalagið sem við förum í síðan við fluttum síðasta haust!
Ég er svo búinn að fara þrisvar inn að Álftadalsdyngju og Upptyppingum upp á síkastið - einu sinni á bíl og tvisvar með Landhelgisgæslunni á TF-GNÁ. Það voru frábærar ferðir - sjá myndir á http://www.picasaweb.com/isgpskerfi
Mælingarnar voru líka góðar og sýna að kvika er á ferðinni. Við "Nafnarnir" förum líklega aftur á svæðið í júní til að setja upp fleiri mæla.
Svo er maður alltaf að vesenast eitthvað í garðinum eða smíða og gera við já eða bara inni á facebook. Var að skipta um einstreymisloka á kalda vatninu í blöndunartækjunum uppi á baði í morgun. Það þarf ekki nema smá korn í lokann til að hann hætti að virka. Hver hannar svona??? Ef þetta fer aftur þá reyni ég að troða síu á undan lokanum... Æ pípulagnir, ekki alveg mín sérgrein.
Jæja, best að fara að taka til fyrir afmælið á morgun, íris er á fullu að baka.
yfir og út
i-rod
Hrafnkell verður þriggja ára á morgun. Hann er orðinn duglegur að tala, en sumt kemur skemmtilega skakkt út. T.d. finnst honum ofsalega gaman að stökkva um með skikkju og segja "Búdemannn!" af og til - þar er hann náttúrulega að leika Súperman. Spiderman (Bædaman) kemur líka sterkur inn og Hrafnkell sagði núna áðan í hádeginu að hann langaði í stóran vondan spæderman í afmælisgjöf.
Ragnheiður er komin með tvær tennur í neðri góm. Fyrri tönnina fékk hún fyrir réttum mánuði og sú síðari kom fyrir ca 2 vikum. Henni finnst gaman að japla á öllu sem ájaplast og hefur meiri áhuga á öllu öðru en dótinu sínu. Svo er skvísan farin að skríða út um allt núna og er farin að standa upp við hluti. Oft stendur hún uppi í rúminu sínu á morgnanna. Birtan er farin að segja til sín og rugla klukkunni í krökkunum, eilíft morgunbras.
Þuríður Erna byrjaði á nýrri deild, Hamri, í leikskólanum (Álfasteini) í gær. Það er svolítill kjaftur og óþekkt í stelpunni þessa dagana en þá er bara að grípa til járnagans. Engin miskunn! Eða þannig...
Við fórum til Akureyrar um Hvítasunnuhelgina og gistum þar hjá Mayu og Travis á Munknum þeirra, gott og gaman. Þetta var sennilega fyrsta ferðalagið sem við förum í síðan við fluttum síðasta haust!
Ég er svo búinn að fara þrisvar inn að Álftadalsdyngju og Upptyppingum upp á síkastið - einu sinni á bíl og tvisvar með Landhelgisgæslunni á TF-GNÁ. Það voru frábærar ferðir - sjá myndir á http://www.picasaweb.com/isgpskerfi
Mælingarnar voru líka góðar og sýna að kvika er á ferðinni. Við "Nafnarnir" förum líklega aftur á svæðið í júní til að setja upp fleiri mæla.
Svo er maður alltaf að vesenast eitthvað í garðinum eða smíða og gera við já eða bara inni á facebook. Var að skipta um einstreymisloka á kalda vatninu í blöndunartækjunum uppi á baði í morgun. Það þarf ekki nema smá korn í lokann til að hann hætti að virka. Hver hannar svona??? Ef þetta fer aftur þá reyni ég að troða síu á undan lokanum... Æ pípulagnir, ekki alveg mín sérgrein.
Jæja, best að fara að taka til fyrir afmælið á morgun, íris er á fullu að baka.
yfir og út
i-rod