dorimori

Sunday, March 02, 2008

myndir

íris var dugleg um daginn og setti inn slatta af myndum á vefinn - sjá tengil á "vefalbúmið mitt" hér til hliðar.

i-rod

Kári Hnjúkur

...er uppáhalds nafnið mitt. Kverk Fjöll er kannski ekki eins heppilegt. Ég var einmitt í Kárahnjúkum um síðustu helgi að vesenast í skjálfta- og GPS mælum Veðurstofunnar. Ágætis túr. Við fengum svo að kíkja inn í göngin sem nú er verið að bora upp í Hraunaveitu. Við fórum alveg inn að bor og fengum að skoða hann vel enda var hann ekki í gangi vegna bilunar í færibandi. Þvílík vél! 200 metra langt flykki sem gæti átt heima í Matrix myndunum...

Krakkabloggið: Ragnheiður var í 5 mánaða skoðun í gær og er orðin 8,5 kíló, alger bolti. Hún situr oft við borðið hjá okkur og elskar að borða graut og banana. Hún er nú bara nokkuð þægilegt barn. Við erum að venja hana af því að drekka á nóttunni og ég held ég hafi bara vaknað tvisvar sinnum til að stinga snuddunni upp í hana.
Stóru krakkarnir eru hressir, nema Þuríður var með smá hita í gær. Við Hrafnkell vorum mikið úti í góða veðrinu í gær.

Jæja, yfirút
i-rod