dorimori

Sunday, April 08, 2007

Páskajömmí



Ahh, jæja. Nú er ég orðinn alveg útúrsjokkaður af sjúkkulaði. Málshátturinn í páskaegginu sem ég fékk frá Írisi hljómaði svo: "Betra er fylgi en fjölmenni", sem merkir einmitt að maður á frekar en að reyna að afla fylgis en að reyna að ráða smið. Hrafnkell fékk mjög viðeigandi málshátt: "Þögn er betri en þarflaus ræða", en hann talar eiginlega ekkert. Hann er aftur á móti mun betri í látbragðinu og sérfræðingur í 100 mismunandi merkingum orðsins "öhh"! Já já, svo kann hann svolítið tákn með tali og getur t.a.m. beðið um rúllaða ostsneið. Þuríður Erna verður fjögurra ára á þriðjudaginn. Hún er aaaaaalger nammigrís, allavegana í dag. Svo fer ég út til köben með strákunum á fimmtudagsmorgun og áfram til Vínarborgar á EGU ráðstefnuna á sunnudag. Soldið þétt allt saman.

Úff, þarna sofnaði ég í tvo tíma með hele familien!

-yfir og út
i-rod