Hrafnkell á fullu
Fyrr í kvöld heyrðist glamr í gleri "gllling". Var þetta Þuríður Erna? Nei, hún er að gera eitthvað annað... ojæja. Undarlega hljótt í hálfa mínútu, svo glamrar aftur "gllllling". Assgotinn, þetta er inni á baði! Þar situr þá Hrafnkell, ofan í vaskinum, búinn að tæta tannbursta o.fl. út úr baðskápnum og er að kjammsa á ab túrtöppum! Hann verður 14 mánaða eftir 2 vikur. Það er magnað hvernig Hrafnkell komst upp í vaskinn, prílukallinn. Hann varð sko soldið fúll þegar hann var tekinn úr vaskinum og óð beint aftur af stað. Hann klifrar upp á klósett, stendur þar á brúinni, teygir sig í blöndunartækinn og nær að lauma öðru hnénu upp á kantinn og togar sig svo upp í baðvaskinn! Klikkaður drengur! Það þýðir ekkert að loka bara inn á bað því að Hrafnkell er sko nýbúin að læra að opna hurðir. Annars er hann alger púki í sér og brölt- og príligöltur mikill. Hann segir samt ekkert af viti enn, bara bendir og segir "mah!" "mah!". Kannski þýðir það bara "meira", "meira"!
-baker
i-rod@rpmpackages.com
ps. hefurðu kíkt á trukkur.is? Mögnuð síða....
-baker
i-rod@rpmpackages.com
ps. hefurðu kíkt á trukkur.is? Mögnuð síða....