dorimori

Monday, July 10, 2006

Hrafnkell á fullu

Fyrr í kvöld heyrðist glamr í gleri "gllling". Var þetta Þuríður Erna? Nei, hún er að gera eitthvað annað... ojæja. Undarlega hljótt í hálfa mínútu, svo glamrar aftur "gllllling". Assgotinn, þetta er inni á baði! Þar situr þá Hrafnkell, ofan í vaskinum, búinn að tæta tannbursta o.fl. út úr baðskápnum og er að kjammsa á ab túrtöppum! Hann verður 14 mánaða eftir 2 vikur. Það er magnað hvernig Hrafnkell komst upp í vaskinn, prílukallinn. Hann varð sko soldið fúll þegar hann var tekinn úr vaskinum og óð beint aftur af stað. Hann klifrar upp á klósett, stendur þar á brúinni, teygir sig í blöndunartækinn og nær að lauma öðru hnénu upp á kantinn og togar sig svo upp í baðvaskinn! Klikkaður drengur! Það þýðir ekkert að loka bara inn á bað því að Hrafnkell er sko nýbúin að læra að opna hurðir. Annars er hann alger púki í sér og brölt- og príligöltur mikill. Hann segir samt ekkert af viti enn, bara bendir og segir "mah!" "mah!". Kannski þýðir það bara "meira", "meira"!

-baker
i-rod@rpmpackages.com

ps. hefurðu kíkt á trukkur.is? Mögnuð síða....

Samtal á vellinum...

M: Þú skallar eins og gamalmenni!
Z: < BONK! >

Sunday, July 09, 2006

Skip Svartadauða

Fórum í sveitina í gær (laugardag), öll familían með horið lekandi og bronkítishóstann á fullu. Mér leið eins og ég væri að sigla skipi fullu af svartadauða. Hóstakórinn mættur. Ég held samt að krökkunum hafi ekki orðið varanlega meint af þessu, en þau voru hér um bil hitalaus þegar við fórum af stað. Við fórum austur í Hallkelshóla í bústaðina til Haddýar og Beggu og hittum þar næstum alla familíuna hennar Írisar. Það var bara gaman. Svo sigldi skipið heim seint um kvöldið...
Ég fór inn að Brúarjökli (innan við Kárahnjúka) á föstudaginn að gera við mælitæki. Það er ekki að finna að sumarið sé komið þarna, það var svona 5 stiga hiti, rok og rigning. Það er líka magnað hvernig þessar Kárahnjúkadagsferðir eru. Maður er kannski að vinna í 1-2 tíma á áfangastað en ferðalagið tekur allt í allt alveg 12 tíma! Á föstudagskvöldið var svo 15 ára afmæli SIL kerfisins. Húllumhæ! Hvort á ég að fara að taka á þvottafjallinu eða leggja mig??? hmmsmmmmmsmmmsmm

-yfrut
i-rod

Wednesday, July 05, 2006

Ýmó

Jamm, það hefur gengið á ýmsu síðustu daga. Rabbanaaagellinn er lasarus með svo mikla barkabólgu að ég hélt í gærnótt að hann hefði gleypt eitthvað sem stæði í honum. "Ía, opnaðu munninn svo ég sjái!". Sá Zidane koma frökkum í úrslitin í hm áðan. Djöfull er kallinn ótrúlegur töframaður með boltann... sanngjörn úrslit. Uppáhaldsmaturinn hennar Þuríðar Ernu eru Hamborgarar. Hún borðar alltaf alveg heilan gaur. Ég grillaði sumsé borgara í kvöld. bebbillilebb
Svo er "allt að gerast" í vinnunni, ég er kominn með franskan stúdent sem verður að hjálpa mér næstu 6 vikurnar. Vona bara að það fari ekkert allt of mikill tími í að sinna honum. Ég fór með frakkanum upp að Heklu í gær að setja niður undirstöðu fyrir GPS tæki og dytta að nálægri stöð og hann stóð sig bara þrælvel. Djöfull rigndi á tímabili... ussumsvei sem betur fer kom mesta rigningin þegar við vorum að keyra. Það var eins og að keyra í skafrenningi, vatnið frussaðist og ýrðist og gusaðist með rokinu, það var helvíti flott að sjá það...
Svo var verið að ráða nýjan tæknimann í dag. Hvað meira? Ég fór tvær ferðir að og á Mýrdalsjökul í síðustu viku - við vorum um þarsíðustu helgi í útilegu í Þakgili á Höfðabrekkuafrétt. Skemmtilegur staður og krakkarnir skemmtu sér vel (nema hvað að Hrafnkell ákvað að fara ekkert að sofa síðari nóttina og fyrst lá ég hjá honum frá 20-23 og svo Ía frá 23-24. Skemmtilegt kvöld það. Ojæja.
Ég lauk við bókina Svartur á leik í vikunni. Skemmtileg bók og fróðleg, mæli með henni - poppa bara nokkrar og mazzedda...

Jamm og jæja, kominn tími til að hoppa í bólið

-herinn burt!
i-rod