Friday, March 26, 2010
Sunday, January 24, 2010
Allt að smella í farið...
Jæja, nú erum við langt komin með að koma okkur fyrir hér og lífið farið að ganga sinn vanagang.
Ég hjóla yfirleitt í vinnuna/skólann, það tekur svona 10-12 mínútur sem er aðeins þæginlegra en 35 mínútna túrinn frá Vesturholtinu... Það er miklu meira landslag hérna í State College en ég bjóst við, sæmilegar brekkur og svona út um allt. Ég er í einum kúrsi núna (Mathematical modeling in geosciences) sem er ágætur og sit líka í fyrirlestrum í eldfjallafræðikúrs. Ég ætti nú eiginlega að ná mér í bókina í þeim kúrsi... Svo er ég í nokkrum "rannsóknareiningum" sem fara í að setja upp GPS úrvinnslu (GIPSY) og vinna úr GPS gögnum frá Íslandi og mið-ameríku, lofar góðu. Ég þarf að skila inn umsókn fyrir styrk í næstu viku líka þannig að það er nóg að gera og hressandi að skila heimadæmum aftur! Ég er líka kominn með tenginu inn á Veðurstofuna og hef aðeins verið að dútla í GPS kerfinu þar hérna heiman frá mér.
Við erum farin að kunna ágætlega við okkur hérna á Harris Street, en það er ekkert voðalega góð lykt úr kjallaranum - svona eins og að vera í Fúkka á Fimmvörðuhálsi. Ég svaf þar einhverntímann og það var nú ekki svo slæmt... kafreykti líka vindla þá. En við erum í parhúsi á einni hæð (plús kjallari) með tvö svefnherbergi. Eftir tvær ferðir til Ikea (til Pittsburg og Philadelphiu) er þetta orðið nokkuð gott bara! Fengum líka rúmbotna undir dýnuna okkar í vikunni, en það var reyndar vitlaus stærð... En hverfið hérna er vinalegt og rólegt og heljarinnar maísakur rétt hjá okkur og leikvöllur hinum megin við húsin-sem-við-verðum-að-taka-svaka-hring-í-kringum vegna þess að kaninn var ekkert alveg að plana að fólk myndi ganga þegar þetta hverfi var byggt. Annars er víst óvenju mikið af gangstéttum og samgöngum hér í State College miðað við hvað gengur og gerist. Það var gaman að koma til Pittsburg og "Philly" og alveg magnað að keyra í þessum rosalegu marghæða umferðarmannvirkjum. Svakalegur munur að hafa GPS leiðsögutækið í bílnum þó svo að stundum vilji það láta mann fara fáránlega króka.
Þuríður Erna er komin á fullt í skólanum og gengur vel að læra enskuna. Hún er ótrúlega fljót og á eftir að plumma sig vel. Krakkarnir í bekknum virðast mjög hrifnir af henni og hún er strax búin að eignast nokkra vini þó svo að hún viti ekki endilega hvað þeir heita! Það var skólaskemmtun í vikunni þar sem krakkarnir sungu alveg helling, já já svona lög um drottinn og fánann og ameríku og uncle sam og allt það! En það var skemmtilegt og gaman sjá hvað krakkarnir voru duglegir. Svo var líka "care fare" í skólanum hjá ÞEHH eitt kvöldið í vikunni þar sem maður átti að láta gott af sér leiða... eða bara þvælast milli stofanna og sjá hvernig þetta fúnkerar! Annars er svakalegt með allt manntjónið sem varð í skjálftanum í Haítí. Ótrúlega sorglegt.
Hrafnkell þarf endilega að komast í eitthvað prógramm til að hitta aðra krakka og læra meira að tala... við erum að kanna með að koma honum í pre-kindergarden prógramm... jájájá
Annars er ég alveg að fíla þetta ágætlega, gott ævintýri!
yfir og út
ps.
setti nýjar myndir á píkösuvefinn áðan:
http://picasaweb.google.com/halldor.geirsson/AnnaUSSettJanuar2010#
-dórinn
Wednesday, January 06, 2010
Ameríku loggur
Íris skrifaði eftirfarandi á feisbúkkið, og það á líka heima hér:
Í gær fengum við þvottavél og hún er búin að vera að vinna vel og er ótrúlega flott :)
Við pöntuðum okkur líka rúmbotna og þeir verða tilbúnir til afhendingar eftir nær tvær vikur. Það er bara pantað á föstudögum og afhent á mánudögum :)
Í fyrradag fórum við í svaka ferðalag til að komast í Ikea. ca 3 tíma keyrstla til Pittsburg í vetrarfærð og allt niður í 15°C frost. Við vorum í 5 klst inni í versluninni og keyptum það sem við tímdum ekki að taka með okkur hingað út því flutningurinn kostaði svo mikið. Það voru kanski mistök því allt er svo dýrt hérna.
Við erum þá núna komin svona ágætlega á veg að koma okkur fyrir.
Þegar við komum hingað á gamlársdagseftirmiðdag var aðkoman ömurleg, fúkkalygt og skítugir veggir, loft, baðherbergi og eldhús. Við rétt hentumst inn og fórum síðan beina leið í Wallmart (við vorum á nýja fína bílnum okkar sem með samvinnu góðra manna beið okkar við New York) til að kaupa inn það nauðsynlegasta sem var ansi margt :). Síðan komum við heim og ætluðum að elda okkur nautasteik og skála í freyðivíni fyrir ameríkuævintýrinu og nýju ári. Það fór samt ekki svo. Þegar við byrjuðum að þrífa þá var alltaf meira og meira ógeðslegt og eftir að hafa verð að þrífa í einhverja klukkutíma ætluðum við að fara að borða en þá voru stóru börnin sofnuð og vildu ekkert, grétu bara yfir ógeðinu þannig að þau fóru að sofa og við foreldrarnir og Ragnheiður fórum að sofa fyrir miðnætti dauðþreytt og fúl yfir ömurlegu húsnæði. Daginn eftir var lundin betri og við héldum bara áfram að þrífa og erum eiginlega enn að :)
Fukkalyktin er annaðhvort eitthvað að minnka eða við bara að venjast henni :)
Á morgun byrjar svo Þuríður í skólanum og verður skilin eftir mállaus í heilan skóladag og á að koma heim með skólastrætó.... uff ég er með í maganum en þetta er allt voða spennó......
Okkur líður öllum vel og erum bara spennt yfir ævintýrunum sem eru framundan
yfir og út og bestu kv. til ykkar allra :)
Í gær fengum við þvottavél og hún er búin að vera að vinna vel og er ótrúlega flott :)
Við pöntuðum okkur líka rúmbotna og þeir verða tilbúnir til afhendingar eftir nær tvær vikur. Það er bara pantað á föstudögum og afhent á mánudögum :)
Í fyrradag fórum við í svaka ferðalag til að komast í Ikea. ca 3 tíma keyrstla til Pittsburg í vetrarfærð og allt niður í 15°C frost. Við vorum í 5 klst inni í versluninni og keyptum það sem við tímdum ekki að taka með okkur hingað út því flutningurinn kostaði svo mikið. Það voru kanski mistök því allt er svo dýrt hérna.
Við erum þá núna komin svona ágætlega á veg að koma okkur fyrir.
Þegar við komum hingað á gamlársdagseftirmiðdag var aðkoman ömurleg, fúkkalygt og skítugir veggir, loft, baðherbergi og eldhús. Við rétt hentumst inn og fórum síðan beina leið í Wallmart (við vorum á nýja fína bílnum okkar sem með samvinnu góðra manna beið okkar við New York) til að kaupa inn það nauðsynlegasta sem var ansi margt :). Síðan komum við heim og ætluðum að elda okkur nautasteik og skála í freyðivíni fyrir ameríkuævintýrinu og nýju ári. Það fór samt ekki svo. Þegar við byrjuðum að þrífa þá var alltaf meira og meira ógeðslegt og eftir að hafa verð að þrífa í einhverja klukkutíma ætluðum við að fara að borða en þá voru stóru börnin sofnuð og vildu ekkert, grétu bara yfir ógeðinu þannig að þau fóru að sofa og við foreldrarnir og Ragnheiður fórum að sofa fyrir miðnætti dauðþreytt og fúl yfir ömurlegu húsnæði. Daginn eftir var lundin betri og við héldum bara áfram að þrífa og erum eiginlega enn að :)
Fukkalyktin er annaðhvort eitthvað að minnka eða við bara að venjast henni :)
Á morgun byrjar svo Þuríður í skólanum og verður skilin eftir mállaus í heilan skóladag og á að koma heim með skólastrætó.... uff ég er með í maganum en þetta er allt voða spennó......
Okkur líður öllum vel og erum bara spennt yfir ævintýrunum sem eru framundan
yfir og út og bestu kv. til ykkar allra :)
Tuesday, August 25, 2009
Ársfjórðungsuppgjör II
Jæja, nú er september farinn að nálgast og góður tími til að koma með ársfjórðungsyfirlitið. Ég er heima með Ragnheiði í dag sem er lasin. Íris er að kenna fyrsta daginn á önninni í FB í dag.
Þetta var nú bara alveg ágætt sumar! Eina er að maður hefði verið til í að gera meira af öllu, en það þýðir sennilega bara að maður vill lengra sumar og lengra sumarfrí. Við fórum í nokkur ferðalög: 10 daga tjaldferðalag þar sem við gistum á Apavatni, Nýadal á Sprengisandi og á tjaldstæðinu á Hömrum við Akureyri. Ágætis ferðalag. Við ætluðum að vara í nokkrar nætur í Nýadal en það voru bara svo kolbrjálaðar mýflugur að við flúðum eftir eina nótt! Það var viðbjóðslegt að sjá allan þennan lífmassa iða inni á tjaldinu og reyna að borast upp í nef og eyru.
Við fórum líka í eina viku í bústað við Hreðavatn í Borgarfirði, það var hið ljúfasta letilíf og gaman að koma í Jafnaskarðsskóg. Krakkarnir skemmtu sér vel á hestbaki. Myndir á http://picasaweb.google.com/halldor.geirsson. Annars vorum við dálítið heima að vesenast í sumar. Við flísalögðum bílskúrsþakið (á reyndar eftir að klára kantinn) og svalableðil bakvið hús; endurnýjuðum hluta af grindverkinu og gengum frá og rugluðum eitthvað í garðinum. Stundum gerði maður bara ekki neitt og það líka ágætt.
Ragnheiður er komin í leikskólann og það gengur bara vel. Hún orgar eins og ég veit ekki hvað þegar maður skilur hana eftir - en er það ekki bara gott? Sýnir að henni líður vel heima hjá sér? Ragnheiður hætti með bleiu í sumar eiginlega af sjálfsdáðum. Hún sýndi koppinum mikinn áhuga og var alltaf að prófa að pissa og þegar það kom loks piss í hann þá ákváðum við bara að sleppa þessu bleiudrasli. Það tók svona 2-3 vikur að ná þolanlegum árangri. Núna kemur bara stöku piss á gólfið og mjög sjaldgæft er að það komi piss á nóttunni. Það var líka eiginlega heppilegt að við vorum á Hreðavatni vikuna eftir að hún hætti með bleiu.... he he he. Við Íris skiptumst svo á að vera "hinar mannlegu þvottavélar" í heita pottinum á morgnanna. Talið er allt að koma á milljón og mjög skemmtilegt að ræða við stelpuna. "Hvað finnst þér best að borða?" -"Djött. Afa djött. Amma djött." Sumsé kjöt.
Núna er Þuríður Erna í fyrsta sinn í skólanum. Það er búinn að vera mikill spenningur síðustu daga, en það var skólasetning á föstudag þar sem þau fengu að hitta kennarann sinn, og í gær var viðtal eða fundur með kennaranum. Þetta verður rosa gaman...
Hrafnkell er búinn að vera í miklu átaki í talþjálfun síðustu ca 2 vikurnar og það er farið að skila nokkrum árangri. Það er samt fyndið að hann á örugglega eftir að enda með að tala eins og Akureyringur með þessu framhaldi því hann segir orð eins og "kúka" og "mjólk" með afar norðlenskum hreim! Það er nú allt í lagi því Hrafnkell segist elska Akureyri og ætlar að verða kokkur þar þegar hann verður stór. Kannski fæ ég 10% afslátt á Greifanum - jei!
Annars eru stórfréttir, maður. Og nei: það er ekkert barn á leiðinni. Við stefnum á að flytja til USA um áramótin. Mér var boðið að koma í doktorsnám í Penn State í Pennsylvaníu og þar sem ég er búinn að vera að spá í að fara í framhaldsnám síðustu 5 árin (en ekki nennt að gera neitt í því) þá ákvað ég bara að slá til! Ég á eftir að ganga frá umsóknum og fara í próf og svoleiðis - þetta er brjáluð skriffinnska - en ætli það séu ekki svona 95% líkur á að við flytjum út um áramótin. Þetta er ansi spennandi en maður er líka með í maganum yfir að rífa krakkana í burtu, etv. selja húsið og kasta frá sér fullt af húsgögnum. Ég gaf "uppsagnarviðvörun" í gær, enda þarf ég ekki að setja inn uppsagnabréf fyrr en 1. okt. Ef einhver er með góð ráð varðandi dagvistun o.fl. í Ameríku þá væri gaman að heyra af því. Íris verður sennilega heima (í State College) fyrsta hálfa árið en svo er spurning hvort hún fari í skóla eða að vinna ef við fáum J- vegabréfsáritun, sem mér sýnist að eigi að ganga.
Jæja, núna ætla ég að fá mér kaffi og taka á þvottafjallinu ógurlega eða skreppa í vinnuna ef Íris fer að detta inn.
yfir og út, roger roger
Friday, April 24, 2009
Kosningaslagorð
Æ ég get ekki orðablogga bundist og verð að ryðja frá mér nokkrum kosningaslagorðum. Ég var að horfa á sandkassastríðið í sjónvarpinu áðan, man ekki að nokkur hafi minnst á heimskreppuna eða að efnahagskreppan væri líka í evrópu. Auðvitað væri best að leysa bara heimskreppuna. Þá gengi allt betur og einhver ætti péning til að lána okkur já eða við gætum bara lánað einhverjum öðrum. En hvernig á að leysa heimskreppuna? Döhhhhh mmmmmm hnjaaaaa bara veit það ekki. Byrja upp á nýtt - ekki frá núlli heldur frá milljón? Nei ég veit það ekki. Enda þessar kreppur ekki oft í stríði, kannski er bara hægt að útrýma einhverjum á pappírnum og gefa svo frelsi aftur? Ekkert af viti hér....
En mér duttu í hug nokkur smellin kosningaslagorð sem ég býð hvaða framboði sem er að nota:
* Landhelgina í 2000 mílur!
* Hugsum í 3D - skattleggjum flugumferð yfir landinu!
* Lögbann verði sett á hverskonar punktakerfi (enda er þetta ekkert annað en skattsvik og neðanjarðarhagkerfi sem þjónar bara þeim sem eiga pening til að eyða og HANA NÚ!!!)
* Virkjum skítkast!
* Leysum heimskreppuna!
* Stofnum 'Nýja Evrópusambandið' og mölum hina!
* Hækkum sjávarborð og aukum kvótann!
* orka+vatn-->matur (já eða vetni), er ekki hægt að græða á því?
roger yfir og út
-irod
En mér duttu í hug nokkur smellin kosningaslagorð sem ég býð hvaða framboði sem er að nota:
* Landhelgina í 2000 mílur!
* Hugsum í 3D - skattleggjum flugumferð yfir landinu!
* Lögbann verði sett á hverskonar punktakerfi (enda er þetta ekkert annað en skattsvik og neðanjarðarhagkerfi sem þjónar bara þeim sem eiga pening til að eyða og HANA NÚ!!!)
* Virkjum skítkast!
* Leysum heimskreppuna!
* Stofnum 'Nýja Evrópusambandið' og mölum hina!
* Hækkum sjávarborð og aukum kvótann!
* orka+vatn-->matur (já eða vetni), er ekki hægt að græða á því?
roger yfir og út
-irod
Sunday, April 12, 2009
Ársfjórðungsuppgjör
Kominn tími á að skrifa meira, enda ýmislegt að ræða. Hið fyrsta er nýja blótsyrðið eða hneykslunarorðið: 2007. O þetta er eitthvað svo 2007. Svaka flottur bíll, keyptir þú hann 2007? Árið 2007 er toppur ofþenslu og óðaeyðslu, útrásar og neyslublindni. Halelúja, ég kunni nú bara ósköp vel við árið 2007.
Ég held að Feisbook sé ekkert að drepa bloggið. Ég er amk hér um bil hættur að nenna að stunda smettiskinnuna. Kannski er gallinn sá að maður á orðið of marga vini á feisbook, maður þorir varla að skrifa "æ djöfull er ég búinn að klóra mér mikið í rassinum í dag" því að samstundis eru þau skilaboð komin til 100 manns sem maður þekkir mismikið. Mjá já, bloggið er allavegana þannig að líklegast les enginn það, sérstaklega ef maður skrifar bara nógu mikið (!) og nógu sjaldan! Úje. Annars hef ég ekkert verið að klóra mér sérstaklega í rassinum í dag.
Krakkabloggið: Þuríður Erna varð 6 ára í gær. Ragnheiður var að vakna, eða öllu heldur neitar hún að sofna, og bloggfriðurinn er úti. Tututtutu tuttuttuttu tuðððððððð. Ótrúlegt hvað maður getur tuðað í krökkunum sínum. Afmælisveislan í gær var skrambi vel heppnuð og það mættu fleiri en við áttum von á, enda margir ekki í bænum. Við gáfum Þernu hlaupahjól í afmælisgjöf, sem þótti ekkert flott, en skánaði þó þegar við settum stelpulímmiða á hjólið. Samt með rauðum dekkjum... Hrafnkell er bara flottur, vill helst vera ber eins og Tarzan - það varð allt í lagi eftir að ég sannfærði hann um að Tarzan væri alltaf í nærbuxum!
Annars erum við búin að liggja í pest meira og minna í 2 vikur. Krakkarnir fyrst, svo ég og núna er Íris með kvefpest dauðans.
Ég fór upp í Kárahnjúka og Upptyppinga um daginn í góða skreppferð og fór á vinnufund í Frakklandi í febrúar í Chambéry - flott svæði, væri til í að koma þangað aftur. Jæja, nú er Ragga farin að kvarta fullmikið - dísus skap!
yfir og út
i-rod
Ég held að Feisbook sé ekkert að drepa bloggið. Ég er amk hér um bil hættur að nenna að stunda smettiskinnuna. Kannski er gallinn sá að maður á orðið of marga vini á feisbook, maður þorir varla að skrifa "æ djöfull er ég búinn að klóra mér mikið í rassinum í dag" því að samstundis eru þau skilaboð komin til 100 manns sem maður þekkir mismikið. Mjá já, bloggið er allavegana þannig að líklegast les enginn það, sérstaklega ef maður skrifar bara nógu mikið (!) og nógu sjaldan! Úje. Annars hef ég ekkert verið að klóra mér sérstaklega í rassinum í dag.
Krakkabloggið: Þuríður Erna varð 6 ára í gær. Ragnheiður var að vakna, eða öllu heldur neitar hún að sofna, og bloggfriðurinn er úti. Tututtutu tuttuttuttu tuðððððððð. Ótrúlegt hvað maður getur tuðað í krökkunum sínum. Afmælisveislan í gær var skrambi vel heppnuð og það mættu fleiri en við áttum von á, enda margir ekki í bænum. Við gáfum Þernu hlaupahjól í afmælisgjöf, sem þótti ekkert flott, en skánaði þó þegar við settum stelpulímmiða á hjólið. Samt með rauðum dekkjum... Hrafnkell er bara flottur, vill helst vera ber eins og Tarzan - það varð allt í lagi eftir að ég sannfærði hann um að Tarzan væri alltaf í nærbuxum!
Annars erum við búin að liggja í pest meira og minna í 2 vikur. Krakkarnir fyrst, svo ég og núna er Íris með kvefpest dauðans.
Ég fór upp í Kárahnjúka og Upptyppinga um daginn í góða skreppferð og fór á vinnufund í Frakklandi í febrúar í Chambéry - flott svæði, væri til í að koma þangað aftur. Jæja, nú er Ragga farin að kvarta fullmikið - dísus skap!
yfir og út
i-rod
Tuesday, January 27, 2009
feisbook drap bloggið
Jæja, það hlýtur að teljast staðreynd: feisbook er búið að murka lífið úr blogginu. Nú feisbloggar maður bara í one-lænerum: geðveikt hress; var að koma úr ljósum; vanhæf ríkisstjórn o.s.frv. Enda var það kannski bara eins gott, stundum nennir maður ekkert að lesa nema fyrirsagnir. Bloggið mitt er því komið í hálfgert annálaform, eða kannski ársfjórðungsyfirlit eins og var rosalega í tísku fyrir nokkru. Ég er hálfpartinn farinn að sakna þess að heyra bla bla ble ble í fréttunum um ársfjórðungsyfirlit, nasdakk o.fl. Man samt ekkert eftir því að hafa heyrt um ársfjórðungsyfirlit Seðlabankans, það hlýtur að hafa verið skínandi gott...
Þá er best að annála, eða annblogga, eða abblogga eða bara abba. Ég sá einmitt abba myndina mamma mía í vikunni. Djæsös, ætlaði ekkert að sjá hana (stelpumynd sko) en var þvingaður með ísköldum pilsner, osterejer og nóa kroppi. Fín mynd, en mig klæjaði stanslaust í Chuck Norris tattúið mitt á meðan ég horfði á myndina. Annars er ég búinn að horfa frekar lítið á sjónvarpið undanfarið, maður er alltaf að vesenast eitthvað og svo er mér farið að takst að komast yfirleitt í rúmið fyrir miðnætti, en það var ekki málið fyrir áramót. Nú er vekjaraklukkan föst á 7, enda þarf íris að byrja að kenna klukkan 8 þrjá morgna í viku. Tengdó kemur þá og nær í Ragnheiði um 8:30 og hefur hana hjá sér á meðan Íris er í vinnunni. Ég rölti yfirleitt með stóru ormana í leikskólann og hjóla svo í vinnuna eða fæ far hjá tengdó niður í Fjörð þar sem ég næ strætó. Það er alger lúksus að fá svona frábæra barnapössun og þjónustu frá tengdó, ég veit ekki alveg hvar við værum án þess. Nú klæjar mig í tattúið...
Krakkastatusinn: OK, OK, OK. Síðan í haust hefur heilsa krakkanna verið ótrúlega góð og við höfum varla misst dag úr vinnu vegna veikinda. Ragnheiður hefur aldrei orðið mikið veik eins og hinir krakkarnir voru, en kvef og kannski smá hiti kemur af og til. Sjö níu þrettán - hvað getur maður verið heppinn lengi? Þuríður Erna verður 6 ára í apríl og er strax farin að telja niður. Ætlar samt að vera áfram í leikskólanum. Hún tók upp á því að byrja að lesa fyrir jól og gekk bara vel þá en hefur ekki áhuga í augnablikinu. Það er margt sem ég segi "hrikalega ósanngjarnt" eins og að leyfa henni ekkert að horfa á sjónvarp í dag (á móti fékk hún að horfa á heila bíómynd í gær). Vondi pabbi - það er ég. Ragnheiður (16 mánaða) er líka í smá ögun enda skilur hún ekki afhverju hún fær ekki að borða nákvæmlega það sem henni finnst best. Það kemur, vondi pabbi! Hrafnkell er enn svolítið málhaltur. Hann hætti með snuðið í lok jóla. Síðasti jólasveinninn tók snuðin úr skónum í glugganum og skildi eftir svolítið dót. Þetta gekk miklu betur en hjá Þuríði Ernu, enda árinu fyrr á ferðinni. Hrafnkell fékk svo "sinn dag" þar sem hann fékk að ráða öllu (bíó, hamborgarar og det hele). Um síðustu helgi voru allir krakkarnir í pössun hjá Eysó systur og panikkástand skapaðist inni þegar Ragnheiður var að fara að sofa og Hrafnkell var úti með öll snuðin í vasanum. Hrafnkell segist stundum ætla að fara heim með hinum og þessum fóstrunum.
Vinnan: OK. Nú er ég á "nýju Veðurstofunni" en Veðurstofan var sameinuð við Vatnamælingar núna um áramótin. Hingað til hefur lítið breyst en það er náttúrulega hálfgert fokk að klastra saman tveimur stofnunum þegar stofnunin er enn á tveimur stöðum í bænum. Það er nú samt ekki eins mikið fokk og landsstjórnarmálin.
Mér sýnist hálfgerður beygur vera í þingmönnum núna. Það er eins og enginn vilji halda um taumana, enda ekki sérlega öfundsvert. En þetta er jú hlutur sem þeir verða að gera, eins og þeir segja sjálfir. Hnífinn á loft og passa sig að gera ekki Hara Kiri í leiðinni. Of seint? Er ekki nútímalegra að nota fitusog? Það er kannski einmitt það sem Alþjóðagjaldeyrussjóðurinn (Aggó) stefnir á að gera? Blóðtakan hófst í Hafnarfirði með því að stappa á Jósefsspítala. Kannski mætti sérhæfa Jósefsspítala í fitusogi og markaðssetja erlendis fyrir Aggó bankamennina? Þetta gæri orðið dýrindishelgarpakki með gistingu á Fjörukránni og afsláttarkorti í Herra Hafnarfirði og Sissí eða Mandí eða hvað þesar búðir heita í Firðinum. 15% afsláttur hjá póstinum til að senda fituna í poka upp í Gunnarsholt þar sem hún verður notuð sem áburður í kolefnisjöfnunarskógunum? Ég hef líka alltaf verið hrifinn af Alheimskirkjugarðinum við Heklu "get buried by an active volcano" - hlýtur að selja. Það er fullt af tækifærum, bara að grípa þau og byrja hæfilega smátt...
Jæja, komið nóg af rugli
yfir og út
-irod
Þá er best að annála, eða annblogga, eða abblogga eða bara abba. Ég sá einmitt abba myndina mamma mía í vikunni. Djæsös, ætlaði ekkert að sjá hana (stelpumynd sko) en var þvingaður með ísköldum pilsner, osterejer og nóa kroppi. Fín mynd, en mig klæjaði stanslaust í Chuck Norris tattúið mitt á meðan ég horfði á myndina. Annars er ég búinn að horfa frekar lítið á sjónvarpið undanfarið, maður er alltaf að vesenast eitthvað og svo er mér farið að takst að komast yfirleitt í rúmið fyrir miðnætti, en það var ekki málið fyrir áramót. Nú er vekjaraklukkan föst á 7, enda þarf íris að byrja að kenna klukkan 8 þrjá morgna í viku. Tengdó kemur þá og nær í Ragnheiði um 8:30 og hefur hana hjá sér á meðan Íris er í vinnunni. Ég rölti yfirleitt með stóru ormana í leikskólann og hjóla svo í vinnuna eða fæ far hjá tengdó niður í Fjörð þar sem ég næ strætó. Það er alger lúksus að fá svona frábæra barnapössun og þjónustu frá tengdó, ég veit ekki alveg hvar við værum án þess. Nú klæjar mig í tattúið...
Krakkastatusinn: OK, OK, OK. Síðan í haust hefur heilsa krakkanna verið ótrúlega góð og við höfum varla misst dag úr vinnu vegna veikinda. Ragnheiður hefur aldrei orðið mikið veik eins og hinir krakkarnir voru, en kvef og kannski smá hiti kemur af og til. Sjö níu þrettán - hvað getur maður verið heppinn lengi? Þuríður Erna verður 6 ára í apríl og er strax farin að telja niður. Ætlar samt að vera áfram í leikskólanum. Hún tók upp á því að byrja að lesa fyrir jól og gekk bara vel þá en hefur ekki áhuga í augnablikinu. Það er margt sem ég segi "hrikalega ósanngjarnt" eins og að leyfa henni ekkert að horfa á sjónvarp í dag (á móti fékk hún að horfa á heila bíómynd í gær). Vondi pabbi - það er ég. Ragnheiður (16 mánaða) er líka í smá ögun enda skilur hún ekki afhverju hún fær ekki að borða nákvæmlega það sem henni finnst best. Það kemur, vondi pabbi! Hrafnkell er enn svolítið málhaltur. Hann hætti með snuðið í lok jóla. Síðasti jólasveinninn tók snuðin úr skónum í glugganum og skildi eftir svolítið dót. Þetta gekk miklu betur en hjá Þuríði Ernu, enda árinu fyrr á ferðinni. Hrafnkell fékk svo "sinn dag" þar sem hann fékk að ráða öllu (bíó, hamborgarar og det hele). Um síðustu helgi voru allir krakkarnir í pössun hjá Eysó systur og panikkástand skapaðist inni þegar Ragnheiður var að fara að sofa og Hrafnkell var úti með öll snuðin í vasanum. Hrafnkell segist stundum ætla að fara heim með hinum og þessum fóstrunum.
Vinnan: OK. Nú er ég á "nýju Veðurstofunni" en Veðurstofan var sameinuð við Vatnamælingar núna um áramótin. Hingað til hefur lítið breyst en það er náttúrulega hálfgert fokk að klastra saman tveimur stofnunum þegar stofnunin er enn á tveimur stöðum í bænum. Það er nú samt ekki eins mikið fokk og landsstjórnarmálin.
Mér sýnist hálfgerður beygur vera í þingmönnum núna. Það er eins og enginn vilji halda um taumana, enda ekki sérlega öfundsvert. En þetta er jú hlutur sem þeir verða að gera, eins og þeir segja sjálfir. Hnífinn á loft og passa sig að gera ekki Hara Kiri í leiðinni. Of seint? Er ekki nútímalegra að nota fitusog? Það er kannski einmitt það sem Alþjóðagjaldeyrussjóðurinn (Aggó) stefnir á að gera? Blóðtakan hófst í Hafnarfirði með því að stappa á Jósefsspítala. Kannski mætti sérhæfa Jósefsspítala í fitusogi og markaðssetja erlendis fyrir Aggó bankamennina? Þetta gæri orðið dýrindishelgarpakki með gistingu á Fjörukránni og afsláttarkorti í Herra Hafnarfirði og Sissí eða Mandí eða hvað þesar búðir heita í Firðinum. 15% afsláttur hjá póstinum til að senda fituna í poka upp í Gunnarsholt þar sem hún verður notuð sem áburður í kolefnisjöfnunarskógunum? Ég hef líka alltaf verið hrifinn af Alheimskirkjugarðinum við Heklu "get buried by an active volcano" - hlýtur að selja. Það er fullt af tækifærum, bara að grípa þau og byrja hæfilega smátt...
Jæja, komið nóg af rugli
yfir og út
-irod
